fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Rúnar Hroði þakklátur – „Þið björguðuð lífi mínu alveg klárlega“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. október 2025 19:33

Rúnar Hroði Geirmundsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Hroði Geirmundsson, einkaþjálfari og fyrrum Evrópu- og heimsmeistari í kraftlyftingum, hefur undanfarna mánuði æft af kappi fyrir keppni í járnkarli á næsta ári þar sem hann vonast til að safna 12-18 milljónum króna fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins.

Fékk frábæra þjónusta

Babb kom hins vegar í bátinn þegar Rúnar veiktist alvarlega á dögunum. Hann greinir frá reynslu sinni í færslu á Facebook en Rúnar hefur búið á Selfossi í eitt og hálft ár ásamt fjölskyldu sinni, ákvörðun sem hann lofar í hástert. Hann leitaði sér því hjálpar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og er himinlifandi með þjónustuna.

„Fyrir 8 dögum veikist ég alvarlega, og í takt við mig þá bið ég aldrei um hjálp, þar til Eyrún [kona Rúnars] dregur mig á asnaeyrum til læknis á fjórða degi, þar sem hún hringir um morguninn og fær tíma á hádegi, á fimmta degi segir hún stopp og fer með mig á bráðamóttökuna og hótar sjúkrabíl. Ég er síðan lagður inn í hvelli og fæ allt sem ég þarf, á öllum stundum, ég bíð ekkert, æðaleggur og verkjalyf, CT skanni strax og ómun líka, það er öllu til tjaldað. Erfiðlega gekk að finna svör og var á endanum tekinn af öllum mat og fékk bara næringu, vatn og sykur í æð. Mér er haldið í þrjá daga í innlögn í einangrun í nýju flottu herbergi,“ skrifar Rúnar.

Fólk hætt að hrósa og deila jákvæðni

Hann dásamar ennfremur læknana og hjúkrunarfræðinganna sem hlúðu að honum og sagði sig ekki hafa skort neitt á meðan öllu stóð. Veikindin, sem enn er ekki vitað hvers eðlis eru, eru alvarleg og hann mun glíma við það í talsverðan tíma að ná fyrri heilsu.

Rúnar segir ennfremur að hann verði fyrst og fremst var við væl og tuð yfir heilbrigðiskerfinu og fólk sé að mestu hætt að hrósa því sem vel er gert. Því vilji hann gjarnan deila jákvæðri reynslu sinni.
„Takk fyrir mig Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þið björguðuð lífi mínu alveg klárlega, og ekki kostaði það mig neitt, nema kannski heilsuna tímabundið,“ skrifar afreksmaðurinn Rúnar Hroði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“