fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Segja marga tugi ljósastaura í miðborginni óvirka og þarfnast viðgerðar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 07:00

Hluti óvirku ljósastauranna er sagður vera á Hverfisgötu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samþykkt var í gær á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar að fresta tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á fjölda ljósastaura í miðborginni. Fullyrt var í tillögunni að á Hverfisgötu, Snorrabraut og Austurstræti væru að minnsta kosti 61 óvirkir götulampar.

Lagðar voru fram tvær tillögur. Í þeirri fyrri var lagt til að ráðist yrði í viðgerðir á ljósastaurum við Hverfisgötu. Að minnsta kosti 35 götulampar væru óvirkir við götuna, einkum á eystri hluta hennar. Þá eæru þrír götulampar óvirkir á Snorrabraut, á kaflanum milli Hverfisgötu og Laugavegar.

Í hinni tillögunni var lagt að ráðist yrði í viðgerðir á ljósastaurum við Austurstræti. Að minnsta kosti 23 götulampar væru óvirkir við götuna.

Engin gögn fylgja með fundargerð fundar umhverfis- og skipulagsráðs sem varpa frekara ljósi á málið og engar bókanir voru lagðar fram og því liggur ekki fyrir hvað var rætt um tillögurnar á fundinum en niðurstaða meirihluta ráðsins var að fresta þeim. Hvort og þá hvenær verður ráðist í viðgerðir á öllum þessum ljósastaurum virðist því óljóst á þessari stundu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sextugur maður sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl

Sextugur maður sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun