fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir skýrslu um íslenska embættismannakerfið sem var birt í gær. Má ætla að hann beini gagnrýni sinni að forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, því í færslu sem hann ritaði um skýrsluna birtir hann mynd af henni.

„Það voru aldeilis að berast tíðindi af þróun stjórnarfars á Íslandi! Hún er komin, skýrsla starfshóps forsætisráðherra um hvernig megi enn herða tök embættismanna á stjórn landsins. Heiti skýrslunnar fékk mig óvart til að hlæja upphátt. Ég held meira að segja höfundar þáttanna „Já ráðherra” hefðu hlegið að eigin kímnigáfu ef þeim hefði dottið þetta í hug. Skýrslan heitir: „Kjölfesta í hringiðu lýðræðis”.

Ef þið haldið að ég sé að gera at í ykkur getið þið smellt á hlekkinn sem fylgir í fyrstu athugasemd hér að neðan. Þar finnið þið skýrsluna sem er nærri 200 blaðsíður (auðvitað) en einnig fylgja viðaukar sem eru álíka langir.

Ég er enn að lesa doðrantinn en forsætisráðuneytið veitir upplýsingar um nokkur aðalatriði. Þar kemur m.a. fram að til verði sérstakur hópur æðstu embættismanna. Þar er átt við þá „sem starfa í mestri nálægð við pólitíska valdhafa”.“

Sigmundur segir skýrsluna fjalla að miklu leyti um aðlögun að Evrópukerfinu og segir hann Evrópusambandið ítrekað hafa bent á að ef Ísland ætli sér að gerast aðili að sambandinu þurfi að stækka embættismannakerfið.

Þingmaðurinn nefnir þó ekki að starfshópurinn sem vann skýrsluna var skipaður árið 2023, í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, en sú ríkisstjórn hafði engan hug á að ganga í Evrópusambandið.

Starfshópinn skipuðu:

    • Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
    • Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu.
  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu kom í hópinn vorið 2024 í stað Bryndísar
  • Haraldur Steinþórsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, kom í hópinn vorið 2024 í stað Guðmundar.

Hópurinn átti samtal við forystu stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði og við félag forstöðumanna ríkisstofnana við vinnslu úttektarinnar. Bo Smith, fyrrum ráðuneytisstjóri í danska stjórnarráðinu, var hópnum til ráðgjafar eftir að hafa stýrt sambærilegri vinnu í Danmörku. Fimm fyrrverandi ráðherrar voru einnig hópnum til álitsgjafar , Katrín Júlíusdóttir, Eygló Harðardóttir, Þorsteinn Víglundsson, Kristján Þór Júlíusson og Steingrímur J. Sigfússon en fyrrum ráðherrarnir komu ekki að yfirferð efnistaka eða mótun tillagna hópsins.

Meðal þess sem hópurinn leggur til er að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn sem starfa í mestri nálægð við pólitíska valdhafa (svokallaður P-flokkur). Þetta eru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar og forstöðumenn stofnana. Valferli þessara embættismanna verði styrkt til dæmis með þeim hætti að ráðherra fari ekki lengur einn með val á ráðgefandi hæfnisnefndum og að skipun embættismanna, flutningur og ákvarðanir um starfslok, verði teknar fyrir í ríkisstjórn eða ráðherranefnd. Til að fjölga umsóknum hæfra umsækjenda verði lögfestur möguleiki á að óska nafnleyndar. Skipunartími P-flokks verði lengdur úr fimm árum í sjö en að þeim tíma liðnum verði embætti auglýst. Sæki embættismaður ekki um eða verði ekki hlutskarpastur bjóðist honum að jafnaði hefðbundinn ráðningarsamningur sem sérfræðingur. Þessir embættismenn megi ekki gegna sama embætti lengur en 14 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Í gær

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“