Glúmur Baldvinsson alþjóðastjórnmálafræðingur segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttöku Landspítalans, en í gær heimsótti hann sjúkling þar.
„Ég verð að segja að ég er enn í sjokki eftir þá heimsókn. Sjúklingar lágu þar eins og hráviði um alla ganga og í þröngum rýmum. Eins og að ganga í gegnum helvíti.
Og sama hversu fólk er veikt þá er það bara látið liggja á gangi og ekki sent í alvöru hjúkrunarrými spítalans til alvöru aðhlynningar. Og það áður en læknar hafa greint sjúkdóminn. Who cares? Haltrið bara út á göngugrind. Þetta er ekki bráðamóttaka heldur biðstofa.“
Segir Glúmur þetta hrollvekjandi í því sem eigi að vera besta heilbrigðiskerfi heims.
„Over my dead body. Til hvers ætti fólk að borga skatta í þessu fokking bananalýðveldi? Ég er grenjandi reiður.“
Margir taka undir með Glúmi í athugasemdum. Bent er á að þrátt fyrir að starfsfólkið geri sitt besta og sé allt af vilja gert sé heilbrigðiskerfið fjársvelt og hafi verið svoleiðis í fjölda ára. Nokkrir koma með reynslusögur sínar af heilbrigðiskerfinu og heimsókn á bráðamóttöku.
Glúmur tekur undir að ekki sé starfsfólkinu um að kenna, frekar sé um skipun að ofan að ræða:
„Ég kom til að sækja sjúkling sem fékk enga meðhöndlun. Bara útskrifaður í svipuðu ástandi og þegar hann var innritaður inn í þessa biðstofu helvítis. Án nokkurrar niðurstöðu alvöru læknis. Og hvað þá? Mér er bannað að fara inn og styðja manninn út. Mann sem gat varla gengið þrjú skref en móðir mín 87 ára fékk að fara inn. 87 ára. Og mér ekki hleypt inn til að veita aðstoð. Ok ef það eru fyrirmælin að ofan but for crying out loud. Getur starfsfólk ekki hugsað sjálfstætt og hagað hlutum eftir aðstæðum??? Engin hugsun, enginn sveigjanleiki. Bara computer says NO. Þarna er bara staðan þannig að blindur leiðir haltann. Og fyrr hengi ég mig en eldast og veikjast hér á landi heljar.“
Kona svarar Glúmi: „Heppinn þú að vera bara í heimsókn og þurfa ekki að leggjast inn.
Starfsfólkið ætti að fá medalíu og miklu hærri laun fyrir aðdáunarverða þolinmæði og æðruleysi, fyrir að koma alltaf aftur á vakt, vitandi að aðstaðan er engum bjóðandi, hvorki þeim sjálfum eða sjúklingum, vitandi það að launin hafa ekki hækkað síðan á síðustu vakt og eru ennþá skítalaun, vitandi það að þó einhver taki til sinna ráða eins og að boða til verkfalla breytir það engu , það hlustar enginn og starfsfólkið neyðist bara til að fara til vinnu, í sömu ömurlegu skítaholuna. Mikið sem ég er þakklát fyrir allt starfsfólk á öllum sjúkra, umönnunar og hjúkrunarheimilum um landið allt. Við værum í djúpum skít ef allt þetta góða fólk gengi út, hætti.“
Eydís Eyjólfsdóttir spyr hvernig starfsfólk geti unnið undir þessu álagi og bendir á að svo furði fólk sig á að ríkisstarfsfólk fari í kulnun. „Á erfitt með að skilja hvers vegna við lögum ástandið ekki strax, algjörlega óviðunandi.“
„Óviðunandi en starfsfólkið reynir að gera sitt besta við vonlausar aðstæður. Þetta álag eykur hættu á alvarlegum mistökum. Ég er komin yfir sjötugt og hef margsinnis lent í þessum aðstæðum bæði vegna sjálfrar mín og sem fylgdarmaður með sjúklingum. Það virðist ekki vera í forgangi að lagfæra þetta,“ segir önnur kona.
Karlmaður segir það kannski ekki skrýtið hve margir Íslendingar eru á Spáni þar sem opinber heilbrigðisþjónusta er fyrsta flokks. Segist hann hafa þurft að nota bráðamóttöku utan Íslands þrisvar sinnum síðastliðin þrjú ár og aldrei lent í því að fá ekki meðhöndlun.
Annar karlmaður segir heilbrigðiskerfið kerfisbundið svelt til að réttlæta niðurskurð og einkavæðingu.
„Þetta er of ‘blatant’ og kerfisbundið til að vera “samsæriskenning”. Svo fara hinir og þessir að bjóða upp á viðbótarsjúkratryggingu innan skamms… Skoðaðu fjármögnun 2005-2006 þegar ‘allt lék í lyndi’ og berðu það saman við fjármögnunina í dag. Á meðan hefur þjóðinni/mannfjöldanum fjölgað ævintýralega; ferðamönnum farið úr 500 þús á ári upp í 1.2 milljónir og þjóðin elst…Sammála þér, ekki í lagi!“
Sá þriðji tekur undir með honum og segist hafa unniðð árin 2001 – 2008 vann ég á skrifstofum Landspítalans. „Þá var þetta niðurskurðarrugl þegar byrjað. Ástandið nú er margfalt verra. Þetta eru meðvitaðar ákvarðanatökur allra ríkisstjórna síðan þá, jafnt í kreppum sem í góðæri. Heilbrigðiskerfið er algjörlega svelt og ástæðan er að stjórnvöld þora ekki að hækka til dæmis fjármagnstekjuskatt eða láta kvótagreifa greiða eðlilegt gjald fyrir auðlindina.“
Margir lýsa einnig reynslu af heimsókn á bráðamóttökuna:
„Já ég verð bara að vera þér sammála! Ég þurfti að fara þarna þegar botnlanginn sprakk hjá mér fyrir tveimur árum! Ég var búin að vera á einkastofu á Akranesi og var brunað með mig í bæinn í myndatöku! Mér var trillað inn á bráðamóttökuna og þar var ég frammi á gangi og með bara akkúrat ekkert til að gera og enginn yrti á mig í þennan rúma klukkutíma sem ég lá þarna á þröngum börum! Starfsfólkið var á yfirsnúningi og sá maður streituna langar leiðir! Ekki einn starfsmaður leit í augun á mér, allir brunuðu fram og til baka og störðu á gólfið í leiðinni til að vera ekki stoppuð!
Ég taldi götin á flísunum í loftinu á meðan ég beið og ef ég hefði ekki vitað hvað ég var að fara að gera hefði ég örugglega verið komin með kvíðakast og ofskynjanir! Ég hef sjaldan verið jafn fegin að komast aftur í sjúkrabíl og á Akranes!“
„Buin ad lenda thar x4 a einu ari..lengst var eg i 5 solarhringa. Allt tharna er gluggalaust og loftlaust oni kaupid. Thetta er eins og hja 3 heims riki. Ekkert privat..ekki einusinni diagnosurnar….madur talar vid lækna f framan alla. Thetta er til skammar!!!!!“
„Dont get me started….ég er búin að sjá nóg af þessu besta heilbrigðiskerfi í heimi uppá síðkastið með ömmu mína 92 ára….það var ekki fyrr en að ég froðufelldi nánast vegna ömurlegrar þjónustu að hún fékk smá virðingu rétt fyrir andlátið ég er enn reið. Elsku amma átti svo margfalt betra skilið eftir öll hennar ár sem sjúkraliði á krabbameinsdeild. Þetta er þakklætið! skítapleis þetta land að verða.“
„Langar að henda hér inn skemmtilegri sögu sem þó er grafalvarleg. Þannig var að ég þurfti að leita á þessa stofnun með konu mína beint af djamminu og var hún uppstríluð í sínu fínasta pússi.Við rannsókn kom í ljós að hún væri mjaðmagrindarbrotin og yrði send á Landspítala við Hringbraut og mér ráðlagt að fara bara heim að sofa. (Þetta var um hánótt) Það sem gerðist í framhaldinu var ótrúlegt. Þarna lá konan á ganginum mjaðmagrindarbrotin og beið eftir sjúkraflutningamönnum til að flytja hana en enginn kom.Seint og um síðir kom læknirinn auga á hana og spurði undrandi hvort hún væri þarna ennþá? Já svaraði hún, það hefur enginn komið. Þá fór læknirinn að kanna hvað ylli. Þá komu í ljós spaugileg mistök sjúkraflutningamanna. Þannig var að sömu nótt kom á bráðamóttöku önnur kona beint af djamminu sömuleiðis uppstríluð en sú var bara með lítilsháttar meiðsli. En……Hún var nafna konunnar minnar. Þegar sjúkraflutninga mennirnir komu til að sækja mína tóku þeir feil á þessum tveim og fluttu þá minna slösuðu á Lansann en sú sem þangað átti að fara hélt bara áfram að bíða á ganginum. Shit happens.Dæmi um algjört caos á bráðadeildinni.“
„Virkar á mig eins og einhverskonar sjúkrahús spunaleikrit þar sem allir eru með það hlutverk að vera rosalega bissí. kemur stundum leikari í litlu hlutverki og tekur lífsmörkin á hinum veiku og slösuðu sem eru fyrir löngu hættir að muna af hverju og hvenær þeir komu á staðinn,“ skrifar einn karlmaður.
Annar segir ástandið í boði fyrri ríkisstjórnar: „Svona var viðskilnaður fyrri ríkisstjórnar til 7 ára. Svo heldur það fólk að það sé mikil eftirspurn eftir slíkri pólitík. Mig langar að nota sterk orð um þá siðspilltu politíkusa, sleppi því. Birtingarmynd hægri stjórnmála.“