fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. október 2025 19:30

Eva Margrét Jónudóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Margrét Jónudóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar segist í ítarlegri Facebook-færslu hafa reglulega upplifað dónaskap í sinn garð síðan hún bauð sig fyrst fram í síðustu kosningum vorið 2022. Segir Eva Margrét það hafa komið sér algerlega í opna skjöldu eftir að hún hóf störf í sveitarstjórn að hún ætti óvini og að fólk sem hún hafi þekkt lengi hafi hætt að heilsa henni. Fólk baktali hana einnig en hún segist þó standa keik og horfa á það þannig að sé enginn dónalegur við hana sé hún ekki að gera neitt í sveitarstjórn sem skipti máli.

Eva Margrét segir að tilefni pistilsins sé umræða um þá ákvörðun að lýsa upp leiðina í Einkunnir sem er fólkvangur skammt fyrir norðan Borgarnes en á upplýsingasíðu fyrir Vesturland kemur fram að fólkvangnum liggi um það bil 2,5 kílómetra malarvegur frá þjóðvegi 1 í gegnum hesthúsahverfi hestamannafélagsins Skugga, á móti golfvellinum að Hamri.

Eva Margét segir að þetta hafi verið hennar hugmynd og hún hafi gert þá kröfu fyrir kosningarnar 2022 að Framsóknarflokkurinn myndi gera þetta að kosningaloforði. Unnið hafi verið að málinu á kjörtímabilinu í sátt meðal allra sveitarstjórnarfulltrúa en flokkur Evu Margrétar er með hreinan meirihluta í sveitarstjórn. Segir hún að með framkvæmdinni verði notkunarmöguleikar svæðisins sem sé útivsitarperla auknir yfir dimmustu mánuði ársins.

Sveitarstjórn

Eva Margét víkur því næst að stjórnmálum almennt og hvernig það er að vera í sveitarstjórn:

„Ég tjái mig lítið opinberlega hvað varðar pólitík því mér finnst þetta stundum fara út í kjánalegt leikrit eða hálfgerða pissukeppni. Við tökumst á innan meirihluta, innan sveitastjórnar og líka innan nefnda. Ég hef litið svo á að þegar búið er að velta við öllum steinum, þá er náð lendingu í því máli, tekin ákvörðun og haldið áfram. Þó lendingin sé ekki alltaf nákvæmlega það sem maður vildi sjálfur eða sá fyrir sér þá virkar hópavinna á þennan vegin.“

Eva Margrét segir að þegar unnið sé saman í hóp við að leysa tiltekin verkefni eins og starf í sveitarstjórn sé þá sé lögð upp tillaga að því hvernig eigi að leysa verkefnið:

„Ef þú telur þig geta með einhverju móti bætt hana þá leggur þú það fram. Ef ekki, þá ekki vera fyrir. Það er ekki gagn af því fólki sem stöðugt gagnrýnir, fussar yfir öllu mögulegu og ómögulegu en leggur á sama tíma ekkert að borðinu.“

Snýr við

Eva Margrét segist hafa orðið vör við í sínum störfum ákveðna manngerð í stjórnmálum sem sé líklega algeng víða um land. Það sé manneskjan sem taki þátt í undirbúningsvinnu frá upphafi í sátt og samvinnu en þegar á hólminn sé komið sé annað uppi á teningnum:

„Allt eftir því hvað viðkomandi telur líta vel út hverju sinni. Það er erfitt að trúa því að þessar týpur séu í pólitík af heiðarleika og til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins.“

Hún segist hafa gefið kost á sér í sveitarstjórn þar sem samfélagið í Borgarbyggð skipti hana miklu máli. Þar hafi hún búið og ætli sér að ala upp sín börn þar. Hún segist ánægð með árangur meirihlutans á kjörtímabilinu en segir hann ekki síst starfsfólki sveitarfélagsins að þakka.

Dónaskapur

Eva Margrét víkur því næst að vanþakklæti og vanvirðingu sem fólk í stjórnmálum þarf oft að þola og segist hafa upplifað það á eigin skinni nánast um leið og hún bauð sig fram fyrir kosningarnar 2022:

„Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022 en ég hefði aldrei trúað því viðmóti sem tók á móti mér strax í kosningabaráttunni og í raun allt þetta kjörtímabil. Allt í einu fór ákveðinn hópur af fólki sem ég hef þekkt frá því ég man eftir mér og átt í góðum samskiptum við að hætta að heilsa mér. Ég hef verið kölluð heimsk, aumingi, hálfviti, vitlaus, rugluð, klikkuð, asni, gagnslaus, frek og hjartalaus.“

Hún segist þó kunna að meta að fólk sem sé henni ósammála og ósátt við hennar störf segi það við hana hreint út og komi fram með sín sjónarmið. Verra sé hins vegar það fólk sem taki henni vel en segi síðan eitthvað allt annað þegar hún sé fjarstödd:

„Það sem mér finnst erfiðast er fólkið sem tekur á móti mér með brosi og almennilegheitum hvar sem er, ræðir aldrei við mig um pólitík en talar svo stöðugt um mig út á við með mjög niðurlægjandi hætti. Þessu fólki er erfitt að taka mark á.“

Standa keik

Eva Margrét segir raunar að strax og leitað hafi verið til hennar um hvort hún væri ekki tilbúin til að gefa kost á sér í sveitarstjórn hafi hún velt fyrir sér hvort hún væri nógu sterk andlega til að þola allt skítkastið sem fylgi því að vera í stjórnmálum. Hún hafi síðan farið að líta öðrum augum á það:

„Því næst velti ég því fyrir mér hvort það væri endilega kostur að vera svo harður að finnast ekki erfitt að sitja undir dónaskap. En staðan er sú að ef þú ert að gera eitthvað merkilegt og enginn verður æstur, þá ertu líklega ekki að gera neitt gagn og getur bara setið heima.“

Hún segir að lokum að meirihlutinn í Borgarbyggð hafi þurft að þola mótlæti allt kjörtímabilið en það komi henni ekki á óvart því verkin hafi verið látin tala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix