fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. október 2025 12:14

Mynd: Norðurál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hafa fengist frekari upplýsingar hjá talsmönnum Norðuráls um stöðu mála vegna bilunar í álveri félagsins á Grundartanga. Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, keyrir álverið nú á um þriðjungsafköstum. Slökkt hefur verið á 340 kerum af 520 og eru því aðeins 180 ker í rekstri.

Norðurál sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið í gærkvöld:

 Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði í álverinu. Þetta veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. Framleiðsla í hinni kerlínu Norðuráls er stöðug og hefur umrædd bilun engin áhrif á rekstur hennar.

Unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar, og útvega og flytja til landsins búnað til að koma framleiðslu í fyrra horf. Jafnframt mun Norðurál vinna náið með birgjum sínum og viðskiptavinum vegna breyttra áætlana.  

Gæti tekið allt að ár að fá nýjan búnað

Samkvæmt heimildum DV skemmdust afriðlar og spennar sem voru komnir á tíma. Talið er að það geti tekið 9-12 mánuði að fá nýja íhluti. Langan afhendingartíma má rekja til stríðsins í Úkraínu þar sem Rússar hafa skemmt gífurlegt magn spennubúnaðar og valdið þar með miklum skorti á þessumn nauðsynlega búnaði.

Norðurál hefur ekki gefið upplýsingar um hvort von sé á uppsögnum hjá fyrirtækinu vegna þessarar rekstrarstöðvunar að hluta. Í augnablikinu eru miklu fleiri starfsmenn en þarf fyrir rekstur þeirra 180 kera sem eru virk. Fjöldi stöðugilda hjá Norðurárli árið 2024 var 675 en DV hefur ekki upplýsingar hvernig starfsmannafjöldi skiptist milli deilda.

Sjá einnig: Lýsir yfir miklum áhyggjum vegna bilunarinnar hjá Norðuráli – Þurfum að búa okkur undir það versta

Þessi vondu tíðindi bætast við fréttir um að Elkem hyggist draga úr framleiðslu í járnblendiverksmiðju sinni á Grundartanga. Vilhjálmur Birgisson bendir á að stóriðjan á Grundartanga skapi um 151 milljarð króna í útflutningstekjur á ári, sem eru tæplega 8% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Á hann þar við samanlagða veltu álversins og járnblendiverksmiðjunnar. Gífurlega mikið er því í húfi varðandi það að starfsemi álvers Norðuráls komist sem fyrst í eðlilegt horf.

Uppfært kl. 13:

Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli, segir í viðtali við mbl.is að framleiðslustöðvun í tveimur þriðju hluta kera fyrirtækisins muni að öllum líkindum vara í mánuði en ekki vikur.

Ekkert hafi hins vegar verið ákveðið varðandi uppsagnir á starfsfólki. Sólveig segir fjárhagslegt tjón ekki liggja fyrir en allt hafi verið lagt á verðmætabjörgun í gærkvöld og nótt. „Það er allur fókus á að ná tökum á framleiðslunni og stöðunni,“ segir Sólveig og vísar þar til þess að enn er framleiðsla í um þriðjungi kera álversins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta

Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“