fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. október 2025 15:42

Kröfurnar eru tæplega 870 milljónir króna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa 170 einstaklingar með námslán verið úrskurðaðir gjaldþrota á undanförnum fimm árum. Glataðar kröfur Menntasjóðs námsmanna eru tæpar 870 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari Loga Más Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins um innheimtu og fyrningu krafna námslána eftir gjaldþrot.

Frá því lögin tóku gildi hafa 170 lántakar verið úrskurðaðir gjaldþrota. Flestir á árinu 2021, það er 35 talsins með 54 skuldabréf. Heildareftirstöðvar krafna án dráttarvaxta eru 869.757.199 krónur.

Kemur einnig fram að frá árinu 2020 hafa verið gerð 1.410 árangurslaus fjárnám til fullnustu krafna vegna námslána. En gögn um hvort allir þeir einstaklingar voru gjaldþrota eða ekki eru ekki tiltæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Í gær

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar