Alls hafa 170 einstaklingar með námslán verið úrskurðaðir gjaldþrota á undanförnum fimm árum. Glataðar kröfur Menntasjóðs námsmanna eru tæpar 870 milljónir króna.
Þetta kemur fram í svari Loga Más Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins um innheimtu og fyrningu krafna námslána eftir gjaldþrot.
Frá því lögin tóku gildi hafa 170 lántakar verið úrskurðaðir gjaldþrota. Flestir á árinu 2021, það er 35 talsins með 54 skuldabréf. Heildareftirstöðvar krafna án dráttarvaxta eru 869.757.199 krónur.
Kemur einnig fram að frá árinu 2020 hafa verið gerð 1.410 árangurslaus fjárnám til fullnustu krafna vegna námslána. En gögn um hvort allir þeir einstaklingar voru gjaldþrota eða ekki eru ekki tiltæk.