fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir í pistli á Facebook það afar slæm tíðindi að moskítóflugur hafi fundist í fyrsta sinn á Íslandi. Segist Sigmundur Davíð raunar hafa verið stunginn síðastliðið föstudagskvöld af flugu sem líkst hafi moskítóflugu og telur því mögulegt að hann sé fyrsti maðurinn sem verði fyrir stungu þessarar flugnategundar, á Íslandi.

Sigmundur Davíð segir um fréttir dagsins af moskítóflugum á Íslandi:

„Þetta eru agaleg tíðindi. Enn eitt af því sem gerði Ísland svo gott að breytast til hins verra.“

Hann segist hafa orðið fyrir barðinu á moskítóflugum erlendis:

„Ég hef alveg sérstaka óbeit á moskítóflugum en það er því miður ekki gagnkvæmt því þær laðast mjög að mér. Í fyrra var ég ógöngufær um tíma og komst ekki í skó eftir kvöldstund með sænskum moskítóflugum (þær stungu léttilega í gegnum sokka og buxur).“

Leit þannig út

Enn komst Sigmundur Davíð í hann krappan síðastliðið föstudagskvöld þegar fluga fór að abbast upp á hann:

„Mér var því ekki skemmt þegar ég var að fara í háttinn að kvöldi síðastliðins föstudags og var áreittur af flugu sem settist þrisvar fyrir framan mig til að ögra mér. Ég náði henni ekki en hafði orð á því að hún liti út eins og moskítófluga. Næsta morgun vaknaði ég með fimm bit á sama bletti.“

Flugan er á bak og burt og því fæst ekki skorið úr tegundinni en Sigmundur Davíð veltir því fyrir sér hvort hann hafi orðið fyrir fyrstu stungu moskítóflugu á Íslandi:

„Það sannast ekki úr þessu en það væri óskemmtileg kaldhæðni örlaganna ef ég reyndist fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi.“

Nokkuð líflegar umræður eru í athugasemdum við færslu Sigmundar Davíðs. Sumar eru nokkuð alvarlegar og þar er bent á að líklegur sökudólgur séu skip sem komið hafi til hafnar á Grundartanga en eins og í þessu tilfelli hafi lúsmý fyrst fundist í Hvalfirði. Sumir standast þó ekki mátið og gera grín að Sigmundi Davíð. Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar til að mynda:

„Afleiðing umræðunnar um ESB aðild… bara byrjunin.“

Tvær konur setja síðan í sínum athugasemdum þessa færslu í samhengi við pólitískar áherslur Sigmundar Davíðs:

„Já, en ekki gleyma öllum tækifærunum fyrir Ísland til að græða, vegna hlýnunar jarðar.“

„Þær sjá hvað þú ert viðkvæmur fyrir útlendingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“