fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson, 32 ára gamall maður sem þann 14. október síðastliðinn var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun, starfaði sem áskriftasölustjóri hjá fjölmiðlinum Heimildinni, að Aðalstræti 2, er hann var handtekinn vegna málsins. Þetta sýna heimildir og gögn sem DV hefur undir höndum.

Bjarki var handtekinn á starfsstöð Heimildarinnar þann 9. maí árið 2023 af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og leiddur í handjárnum út af staðnum. Eðlilega olli þetta uppnámi á vinnustaðnum og kalla þurfti til krísufundar með áskriftasölufólki sem hafði þarna misst yfirmann sinn.

DV greindi frá dómnum yfir Bjarka í gær:

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Kemur þar fram að Bjarki og brotaþoli voru kunningjar en konan kom á heimili hans með það í huga að stunda hefðbundið kynlíf. Bjarki hélt því hins vegar fram að hún hefði samþykkt BDSM-kynlíf sem konan neitaði en fyrir dómi lýsti hún linnulausum misþyrmingum sem hún mátti þola af hans hálfu í um 90 mínútur.

Kemur fram í löngum og ítarlegum dómi héraðsdóms að ofbeldið hefur haft gífurleg og langvarandi áhrif á brotaþola.

Málið hefur einnig haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hins ákærða og þá ekki síst áðurnefnd handtaka á starfstöð Heimildarnnar. Til hennar er vísað á einum stað í dómnum (kafla 33) þar sem tiltekin atriði hafa verið afmáð úr dómnum. Greinir þar frá tveimur vottorðum um sálfræðimeðferð sem ákærði hafði sótt og segir síðan orðrétt:

„Kemur fram í síðarnefnda vottorðinu að ákærði hefði sýnt einkenni […]sem rakin verða til þess þegar hann var handtekinn á […]sínum vegna málsins. Þá kemur þar fram það mat sálfræðingsins að ásakanir á hendur ákærða um meint brot hafi haft djúpstæð og neikvæð áhrif á almenn lífsgæði hans.“

Áður hlotið dóm fyrir kynferðisofbeldi

DV hefur ekki upplýsingar um hve lengi Bjarki starfaði hjá Heimildinni en þó liggur fyrir að hann var á starfsmannaskrá hjá forvera Heimildarinnar, Stundinni, haustið 2021. Einnig liggur fyrir að hann var við störf á miðlinum á árinu 2022.

Árið 2020 var hann sakfelldur fyrir nauðgun, blygðunarsemisbrot og heimilisofbeldi og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sú refsing var hins vegar skilorðsbundin fyrir utan þrjá mánuði. Sá dómur hefur ítrekunarhrif nú og veldur þyngingu refsingar.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Í gær

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni