fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. október 2025 21:00

Thelma Björk Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Björk Jónsdóttir greindist með ólæknandi brjóstakrabbamein árið 2024 og þarf að lifa með því út lífið. Í viðtali í Fullorðins segir hún frá lífi sínu, tilfinningunum og áfallinu við greininguna og hvernig líf hennar hefur breyst. Thelma Björk er menntaður fatahönnuður, listakona og eigandi Thelma design, sem fagnar tuttugu ára starfsafmæli í ár.

Thelma Björk er hönnuður Bleiku slaufunnar í ár.

„Sagan mín er þannig að ég finn hnút í brjóstinu í desember 2023. Þá er ég að fara í blettaskoðun, ég er með svo mikið af fæðingarblettum og það hefur verið tekið fullt af fæðingarblettum af mér. Ég fer reglulega í skoðun og þegar maður er í svona skoðun þá liggur maður eiginlega bara svona hálf og ert eiginlega bara allsber uppi á bekk með lækni með svona lítið stækkunargler og hann er að skoða.“

Morguninn sem skoðunin átti að fara fram fann Thelma Björk hnút í brjóstinu þegar hún var í sturtu að þvo sér.

„Og ég hugsa bara, vá, þetta er svolítið skrítið og ég spyr bara lækninn sem ég er að fara til hvort hann geti ekki eitthvað aðstoðað mig. Ég fór í mína fyrstu skoðun fertug. Og ekkert fannst og bara allt eðlilegt og ég finn þessa kúlu og ég spyr þennan mann eftir skoðunina hvort hann geti eitthvað aðstoðað mig og hann segir bara: „Já, hringdu upp á heilsugæslu, fáðu skoðun, biddu um myndatöku, þú veist, það er ferlið.“ Mæli með því.““

Thelma Björk fór út í bíl, hringdi á heilsugæsluna og hennar læknir sem er karlmaður var ekki við. En kvenlæknir var á vakt og bauð Thelmu Björk að koma.

„Hún segir við mig bara: „Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, þetta er stíflaður mjólkurkirtill.“ Bara mjög sannfærð. Og ég þreifa sjálf og hún lætur mig þreifa og svo segir hún: „Ef þú ert eitthvað að hugsa um þetta áfram, þá hefurðu bara samband eftir áramót.““

Jólin liðu og áramótin og Thelma Björk var áfram með kúluna. En eins og áður sagði hafði hún farið í sína fyrstu brjóstamyndatöku ári áður, þá fertug, og ekkert fannst athugavert.

Hún hringdi á heilsugæsluna og sagði:

„Heyrðu, ég er bara enn að hugsa um þetta.“ Og ég þurfti alveg svolítið að væla út þessa myndatöku því að hún var bara mjög sannfærð. Ég var svo ung, ég reykti ekki og nýbúin að finna þetta. En ég var svolítið ákveðin og fékk þessa myndatöku. Þá fæ ég tíma uppi á Brjóstamiðstöð, þarna rétt fyrir páska. Og ég bara fattaði um leið og ég mætti í myndatökuna. Ég bara sá það á þeim. Þá bara segja þau strax við mig: „Bara, þetta er ekki stíflaður mjólkurkirtill.“ Og hún sagði meira að segja sko: „Ég er ekki að greina þig.“ Ég bara hérna, „En við viljum óma þig.“ Og svo bara horfði hún á mig. Hún sagði bara: „Ég held bara að við þurfum að taka af þér brjóstið. Ég held að það verði niðurstaðan.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Í gær

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni