fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. október 2025 09:30

Sverrir gerði gys að tillögunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Sverrir Norland gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar Logadóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að eldri borgarar kenni íslensku skólum og atvinnulífinu. Segir hann að hægt sé að nýta visin gamalmenni í alls kyns þjóðþrifaverk.

Samkvæmt þingsályktunartillögu Framsóknarmanna, sem Halla Hrund er fyrsti flutningsmaður að, yrði þremur ráðherrum falið að útfæra fjárhagslega hvata svo sem skattfrelsi eða aðrar ívilnanir til að gera eldri borgurum kleift að veita innflytjendum íslenskukennslu og taka þátt í samtalsverkefnum til að efla íslenskukennslu þeirra.

„Það er líka gríðarlega mikið vægi í því að fá eldri borgara inn í þetta verkefni og af hverju? Jú, vegna þess að eldri borgarar eru vitringar okkar samfélags. Þar er viskan. Þar er þekking á menningu okkar og sögu og þess vegna getur þetta nýst til að kynna hana sömuleiðis og efla tengsl á marga vegu,“ sagði Halla Hrund þegar hún kynnti tillöguna á þingi.

Leggja vegi og hlaða farangri í flugvélar

Þessu gerir rithöfundurinn Sverrir Norland stólpagrín að í færslu á samfélagsmiðlum. Það er að hægt sé að útfæra þetta í ýmis verkefni.

„Þetta líst mér vel á, ég er orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“ segir Sverrir. „Þau eiga ekkert að geta skýlt sér á bak við það að vera visin og guggin og þreytt.“

Býst hann við að flokkurinn haldi áfram á þessari vegferð.

„Nú vænti ég þess að Framsóknarflokkurinn leggi fram fleiri framsæknar hugmyndir um að eldri borgarar þjóðarinnar verði tafarlaust sendir í vegavinnu, látnir hlaða farangri inn í flugvélar og elda súpur handa leikskólabörnum. Ég efast ekki um að saman við það bras muni öldungarnir flétta ómótstæðilegt gullaldarmál enda talar eldra fólk undantekningarlaust frábæra íslensku,“ segir hann. „Hugsa í lausnum og heimta fólk heim frá Spáni til að vinna!“

Halla Hrund bregst við

Hefur Halla Hrund brugðist við þessu í athugasemdum við færslu Sverris.

„Ég veit við deilum áhuga á íslenskri tungu (ég hef fylgst vel með umræðu þinni um barnabókmenntir) og sjáum mikilvægi þess að búa hér í samheldnu samfélagi – þar sem tungumálið er lykillinn. Ég hvet þig til að skoða tillöguna, en hún miðar að því að gefa þeim eldri borgurum sem hafa áhuga á að taka þátt og efla tekjur sínar um leið þennan möguleika. Mikil er þörfin því hlutfall innflytjenda er um 20% og núverandi leiðir við að viðhalda tungumálinu okkar og efla tengsl á milli hópa eru ekki að skila nægjanlegum árangri,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“