fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 12. október 2025 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu á kaupverði farsíma sem hann keypti af ónefndu fyrirtæki. Hafði maðurinn sent símann í viðgerð til fyrirtækisins en aldrei fengið hann til baka. Hann gafst upp á biðinni um tíma og útvegaði sér nýjan síma en sú ákvörðun hans átti eftir að koma honum í koll.

Fyrirtækið kaus að taka ekki til varna þrátt fyrir ítrekuð boð um það frá nefndinni.

Maðurinn keypti símann í apríl 2020 og greiddi fyrir hann 39.900 krónur. Í kæru mannsins til nefndarinnar kom fram að skömmu eftir kaupin hafi komið í ljós gallar í símanum, meðal annars hafi takkar farið að losna af. Hann hafi þá leitað til fyrirtækisins, sem tekið hafi við símanum og sent hann til viðgerðar. Sagðist maðurinn hvorki hafa fengið símann til baka né fengið svör frá fyrirtækinu við fyrirspurnum sínum um stöðu málsins. Í kjölfarið hafi hann orðið sér úti um nýjan farsíma og látið málið niður falla um tíma en maðurinn lagði fram kæru sína í mars á þessu ári.

Fyrnd

Í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að samkvæmt manninum hafi hann farið með símann í viðgerð haustið 2020 en kvittun um það hafi týnst. Engar upplýsingar, aðrar en dagsetning kaupa, séu skráðar á innri vef fyrirtækisins. Þá liggi ekki fyrir skrifleg samskipti milli aðila málsins þar sem þau hafi átt sér stað munnlega.

Nefndin segir að almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda sé samkvæmt lögum fjögur ár. Maðurinn hafi lagt fram kæruna tæpum fimm árum eftir að kaupin áttu sér stað. Hugsanleg endurgreiðslukrafa hafi því verið fyrnd og það eigi við hvort sem miðað sé við upphaflegan kaupdag eða þegar farið var með símann í viðgerð.

Kröfu mannsins um endurgreiðslu var því hafnað en hvort niðurstaðan hefði orðið önnur hefði hann leitað nógu tímanlega til nefndarinnar skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hreyfill sendir frá sér yfirlýsingu vegna mála tveggja fyrrum bílstjóra fyrirtækisins

Hreyfill sendir frá sér yfirlýsingu vegna mála tveggja fyrrum bílstjóra fyrirtækisins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“