fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fréttir

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. október 2025 17:00

Elon Musk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X (áður Twitter), rak verkfræðing úr starfi eftir að sá hafði bent honum á að dræm viðbrögð við færslum hans stafaði einfaldlega af því að hann væri orðinn óvinsæll. Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Jacob Silverma sem ber heitið Gilded Rage: Elon Musk and the Radicalization of Silicon Valley.

Samkvæmt bókinni varð Musk heltekinn af fjölda áhorfa og hversu mörg like færslur hans fengu  skömmu eftir að hann keypti Twitter árið 2022 fyrir 44 milljarða dollara.

Með tímanum, sér í lagi eftir að Musk fór að láta að sér kveða í bandarískum stjórnmálum, urðu viðtökurnar við færslum hans dræmari. Á starfsmannafundi kvartaði Musk síðan  yfir því að aðeins tugir þúsunda sáu færslur hans þrátt fyrir að hann væri með yfir 100 milljón fylgjendur.

Einn af aðalverkfræðingum fyrirtækisins sýndi þá innri gögn og Google Trends-graf sem sýndi að vinsældir Musks hefðu dalað verulega á netinu. Musk á að hafa brugðist reiður við og öskrað „Þú ert rekinn, þú ert rekinn.“

Í bókinni er síðan fullyrt að Musk hafi síðan látið breyta reikniritum X þannig að færslur hans færu alltaf í forgang, jafnvel umfram annað vinsælt efni á samfélagsmiðlinum.

Þykir auðkýfingurinn hafa sýnt af sér tvískinnung en Musk hefur ítrekað gagnrýnt aðra fjölmiðla og samfélagsmiðla fyrir ritskoðun en er nú  sakaður um að nota X til að ýta undir eigin pólitíska skoðanir og efla eigin sýnileika.

Í vikunni nýtt Musk síðan vettvanginn á X til að hvetja fylgjendur sína til að hætta áskrift að Netflix. Ástæðan var teiknimynd fyrir börn, Dead End: Paranormal Park, sem inniheldur samkynhneigðan, trans-dreng og tvíkynhneigða stúlku með einhverfu. Þó að þættirnir hafi verið hættir eftir tvær þá seríur árið 2022, fór brot úr þeim á flug á X eftir að það var deilt af íhaldssamri aðgerðasíðu. Musk fordæmdi efnið og skrifaði einfaldlega: „Þetta er ekki í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”