fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Móðir sex ára drengs dásamar góðverk unglinga í Mosfellsbæ sem komu syni hennar til bjargar – „Margir fullorðnir gengu framhjá“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sex ára drengs í Mosfellsbæ segist nánast hafa orðið orðlaus yfir góðverki fjögurra unglinga sem komu syni hennar til bjargar er hann villtist á ferðum sínum og stóð í reiðileysi fyrir utan KFC við Háholt, þegar unglingana, sem eru í kringum 14 ára aldur bar að.

Litli drengurinn hafði tekið strætisvagn til að sækja bróður sinn en vissi ekki hvernig hann ætti að taka strætisvagninn til baka. Hann var símalaus og fann ekki bróður sinn og vissi ekki hvernig hann átti að komast heim. Móðir hans, Monika Ewa Orlowska, greinir frá málinu í íbúahópi á Facebook:

„Mig langaði að hrósa fjórum unglings strákum (og foreldrum þeirra) sem sýndu í dag mikinn þroska, ábyrgð og náungakærleik.

6 ára gamli sonur minn skilaði sér ekki heim eftir frístund í dag. Ég var við það að hafa samband við aðra foreldra barna í bekknum þegar ég fékk skyndilega símtal.

Einn þessara drengja hringdi til að láta mig vita að sonur minn væri einn á vappi við götu hjá KFC og þeir buðust til að bíða með honum inni þar til ég kæmi að sækja hann.

Forsagan er sú að honum datt í hug að taka strætó að sækja bróður sinn, sem var þá löngu kominn heim af æfingu. Gaurinn var símalaus, fann hvergi bróður sinn og ekki alveg viss um hvernig hann ætti að taka strætó heim.“

Monika segist nánast hafa orðið orðlaus yfir framgöngu unglinganna sem sáu til þess að drengurinn gat hringt í hana. Þeir hafi áttað sig á því að ekki var allt í lagi hjá syni hennar á meðan margir fullorðnir hafi gengið framhjá honum og ekki skeytt um hann:

„Ég var eiginlega orðlaus þegar ég sótti hann, ekki bara yfir þessu uppátæki hans heldur aðallega yfir þessu góðverki. Margir fullorðnir gengu framhjá án þess að veita honum gaum en þessir fjórir drengir, sem voru sennilega ekki eldri en 14 ára, sáu son minn einan í óvenjulegum aðstæðum, nálguðt hann og brugðust hárrétt við. Þeir ræddu það sín á milli hvort þeir ættu ekki að hringja í lögregluna en gátu hringt í mig þar sem sonur minn man nr. mitt.

Bravó strákar fyrir að vera flottir og bravó foreldrar fyrir gott uppeldi!

Þvílíkar fyrirmyndir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita