fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. janúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki úr vegi að hvetja efnilegt íþróttafólk til dáða, sérstaklega þegar um foreldrabetrunga er að ræða. Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson er efnilegur frjálsíþróttamaður þrátt fyrir ungan aldur, en hann verður 13 ára á árinu, og tókst á síðasta ári að skjóta föður sínum ref fyrir rass.

Á síðasta ári náði Baldur þeim aldri að geta fengið Íslandsmet skráð og nýtti hann heldur betur færið til að koma sér á kortið. Hann er nú með skráð 2 virk Íslandsmet. Annars vegar fyrir 5 km götuhlaup, en metið sló Baldur í Víðavangshlaupi ÍR þann 25. apríl. Bætti hann þá fyrra Íslandsmet um 56 sekúndur. Hins vegar sló hann Íslandsmet í 300 metra grindahlaupi, en metið hafði Björgvin Víkingsson, sem í dag starfar sem framkvæmdastjóri Bónus, átt í tæp 30 ár. Þriðja skráningin ætti svo að vera á leiðinni þar sem Baldur hljóp 3000 metra hlaupið á Áramóti Fjölnis á 11 mínútum og 8,85 sekúndum, en gildandi Íslandsmet í 12 ára flokki var þá 11 mínútur og 10,4 sekúndur og hafði staðið óhaggað í 42 ár.

Metin voru svo fleiri þar sem Baldur bætti eigið met í 5 kílómetra hlaupi í Flensborgarhlaupinu í september en árangurinn var fæst ekki skráður þar sem enginn dómari var til staðar til að votta hlaupið.

Baldur hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er fyrrum frjálsíþróttamaðurinn Sveinn Elías Elíasson sem átti á ferli sínum 93 skráð Íslandsmet, þar af 18 sem eru enn virk í dag. Fyrsta Íslandsmetið sló Sveinn þó ekki fyrr en hann var 14 ára svo Baldur er strax orðinn föðurbetrungur með því að slá met strax 12 ára gamall.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi