fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 10:30

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri, segir að honum hafi gengið illa að skrifa með hendinni. Einkum stafina sem eru í nafninu hans. En lyklaborðið hafi breytt öllu.

„Mér og handskrift hefur alltaf komið illa saman,“ segir Jón í færslu á samfélagsmiðlum. „Þegar ég lærði stafina og þurfti að skrifa þá endurtekið í stílabók þá héldust þeir aldrei á línunni heldur sigu niðurávið eftir því sem þeim fjölgaði. Þegar ég svo byrjaði að pára setningar niður á blað, bæði í skóla, póstkortum og sendibréfum til ömmu úr sveitinni þá var það alltaf mikil fyrirhöfn og sem endaði yfirleitt í krampaverk í hendinni.“

Hætti að skrifa tengiskrift

Annað sem hann átti erfitt með var að muna hvernig stafirnir áttu að snúa. Erfiðast fannst honum stafurinn J en N var líka snúið og vitaskuld K. Það sem var hvað verst var að allir þessir stafir voru í nafninu hans.

Jón segir að með tengiskrift hafi uppstillingarnar lagast en henni fylgdi hins vegar nýr vandi. Fór svo að hann hætti alfarið að skrifa tengiskrift.

„Þótti bæði mér og öðrum ég hafa ljóta rithönd,“ segir Jón.

Autokorrektið og lyklaborðið

En síðan kom tæknin og bjargaði Jóni.

„Ég lærði heldur aldrei stafsetningu almennilega og ef ekki væri fyrir autokorrektið, sem kom með tölvunum þá hefði ég líklega skrifað talsvert minna um ævina. Ég hefði td aldrei skrifað þetta,“ segir hann. „Það var lyklaborðið sem bjargaði mér og svo seinna tölvurnar og gerði mér kleyft að skrifa (hér skrifaði ég kleift, en forritið benti mér á).“

Skömmin erfiðust

Með færslunni birtir Jón mynd úr gamalli bók frá því í kringum árið 1980 þegar hann var þrettán ára gamall og hripaði niður nafn sitt og fæðingarár. En nafnið er skrifað vitlaust.

„Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin ? Jú,“ segir hann. „Ég rakst á þessa gömlu bók í dag. Ég hef líklega verið 13 ára þegar ég rita þarna nafnið mitt. Allt snýr rétt. En við skoðun sést að ég hef skrifað Kristinnsson. Aumingja kallinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu