fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 07:15

Bárðarbunga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu á sjöunda tímanum í morgun og mældist stærsti skjálftinn 4,8 klukkan 06:29 samkvæmt yfirliti á vef Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan sjö í morgun kom fram að um 40 skjálftar hefðu mælst í hrinunni. Þá er tekið fram að hrinan sé í norðvestanverðri öskunni og þyki nokkuð óvenjuleg. Eru vísindamenn þessa stundina að yfirfara gögnin.

Á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að þéttni skjálfta sé mjög mikil og minni á kvikuinnskot. Er tekið fram í færslunni að „gríðarmikil“ skjálftahrina sé hafin í miðri Bárðarbungu.

„Álíka hrina hefur ekki orðið í Bárðarbungu árum saman. Síðast gaus í eldstöðinni 2014 og síðan þá hafa stórir skjálftar átt sér stað reglulega í öskju eldstöðvarinnar, en þó eru þeir yfirleitt stakir og án eftirskjálfta. Athygli vekur að þessi virkni hefst á sama tíma og Grímsvatnahlaup,” segir í færslu hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins