fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 07:15

Bárðarbunga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu á sjöunda tímanum í morgun og mældist stærsti skjálftinn 4,8 klukkan 06:29 samkvæmt yfirliti á vef Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni klukkan sjö í morgun kom fram að um 40 skjálftar hefðu mælst í hrinunni. Þá er tekið fram að hrinan sé í norðvestanverðri öskunni og þyki nokkuð óvenjuleg. Eru vísindamenn þessa stundina að yfirfara gögnin.

Á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að þéttni skjálfta sé mjög mikil og minni á kvikuinnskot. Er tekið fram í færslunni að „gríðarmikil“ skjálftahrina sé hafin í miðri Bárðarbungu.

„Álíka hrina hefur ekki orðið í Bárðarbungu árum saman. Síðast gaus í eldstöðinni 2014 og síðan þá hafa stórir skjálftar átt sér stað reglulega í öskju eldstöðvarinnar, en þó eru þeir yfirleitt stakir og án eftirskjálfta. Athygli vekur að þessi virkni hefst á sama tíma og Grímsvatnahlaup,” segir í færslu hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum