fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír þingmenn sem kjörnir voru á þing í kosningunum í lok nóvember þáðu launagreiðslur frá bæði ríki og Reykjavíkurborg um síðustu mánaðamót þar sem þingmennirnir eru allir sitjandi borgarfulltrúar í Reykjavík. Þingmennirnir hafa allir boðað afsögn úr borgarstjórn. Fjórði þingmaðurinn sem þáði launagreiðslur frá tveimur stöðum um mánaðamótin ætlar sér hins vegar að gegna áfram starfi bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þar að auki fengu þessir þingmenn eins og allir kollegar þeirra tvöföld laun greidd frá Alþingi nú um mánaðamótin.

RÚV greinir frá þessu. Nýkjörnir þingmenn fengu allir greidd laun um síðustu mánaðamót þrátt fyrir að þing hafi enn ekki komið saman eftir kosningar. Raunar fengu allir þingmenn tvöfalda launagreiðslu þar sem Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desember og framvirk fyrir janúar. Þingfararkaup alþingismanna er um 1 og hálf milljón króna á mánuði.

Meðal nýkjörinna þingmanna eru borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingunni, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar.

Ekkert þeirra hefur sagt af sér sem borgarfulltrúar en hafa lýst því yfir að þau ætli sér að gera það. Auk tvöföldu launanna frá Alþingi um síðustu mánaðamót fengu þau full laun frá borginni. Kolbrún fékk um 1,7 milljón frá borginni. Dagur sem er formaður borgarráðs fékk um 1,6 milljónir. Pawel fékk síðan um 1,1 milljón.

Næsti borgarstjórnarfundur er eftir viku og talið er líklegt að þau muni öll þá segja af sér.

Rósa Guðbjartsdóttir nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Samkvæmt RÚV hefur Rósa sagst ætla að vera áfram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samhliða þingmennskunni. Það ber þó að ítreka að ólíkt því að vera borgarfulltrúi í Reykjavík er það ekki fullt starf að vera bæjarfulltrúi í Hafnarfirði en grunnlaunin eru um 380 þúsund krónur á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Í gær

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér

Íslendingar þurfi að búa sig undir að Bandaríkjamenn reyni að hafa áhrif á kosningar hér