fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldþrot Play hefur vakið heimsathygli. Erlendir miðlar hafa í dag fjallað um málið og greint frá því að gjaldþrotið hafi komið farþegum að óvörum sem og fleirum enda hafi flugfélagið látið að því liggja undanfarið að allt væri með felldu þó að áskoranir væru til staðar.

„Íslenskt lággjaldaflugfélag riðar skyndilega til falls, skilur farþega eftir strandaða,“ segir í fyrirsögn fréttar The New York Times.

„Annað lággjaldaflugfélag farið fyrir bí – hér er það sem þið þurfið að vita um flugin ykkar,“ segir í fyrirsögn Independent.

„Þetta evrópska flugfélag hætti starfsemi og aflýsti flugum í vikunni,“ segir hjá USA Today. 

Eins hafa allir helstu flugmiðlar greint frá gjaldþrotinu. Í athugasemdum miðlanna má sjá útlendinga hæðast af meintri vangetu Íslendinga til að reka lággjaldaflugfélag og muna greinilega margir enn vel eftir falli WOWair árið 2019. Til dæmis er skrifað við frétt The New York Times á Facebook:

„Klassísk Íslendingahegðun. Hvílík klisja.“ 

„Þetta minnir á WOWair“ 

„Ekki í fyrsta sinn og ekki í seinasta“ 

„Play fylgir leikbók Wow. 0-2 fyrir íslensk flugfélög.“ 

Jón Þór Þorvaldsson, formaður íslenskra atvinnuflugmanna, spáði því snemma í þessum mánuði að Play væri á leiðinni í þrot. Vísir greinir nú frá því að Play hafi leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna ummæla Jóns Þórs, hann er flugmaður hjá Icelandair og með „dylgjum“ sínum hafi hann grafið undan trausti til Play. Taldi Play að þarna hafi Icelandair verið að misnota markaðsráðandi stöðu sína.

Í tilkynningu Play til Kauphallarinnar í morgun, um yfirvofandi gjaldþrot, var meðal annars tekið fram að reksturinn hefði verið þungur vegna lélegrar sölu flugmiða og svo vegna neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa