fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 15:21

Frá höfuðstöðvum Ölgerðarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölgerðin afhenti í dag Minningarsjóði Bryndísar Klöru 15 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Kærleiks Kristal. Markmiðið var að safna fyrir Bryndísarhlíð, úrræði fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Salan á Kærleiks Kristal var hluti af kærleiksherferð sem Riddarar kærleikans stóðu fyrir til styrktar uppbyggingar Bryndísarhlíðar. Allur ágóði af sölu Kærleiks Kristals runnu í verkefnið og gáfu einnig Bónus, Krónan, Hagkaup, Samkaup og N1 sinn ágóða af sölu vörunnar.

„Kærleiks Kristal fékk frábærar viðtökur sem fóru fram úr okkar björtustu vonum. Það ríkir mikill einhugur um mikilvægi verkefnisins og stuðningur Bónuss, Krónunnar, Hagkaupa og Samkaupa var ómetanlegur í þessari fjársöfnun, sem og allra þeirra fyrirtækja sem komu að átakinu. Við ljúkum verkefninu með afhendingu á veggplatta sem mun fara á vegg Bryndísarhlíðar og við sjáum fyrir okkur að Riddarar kærleikans muni safna fleiri veggplöttum í samstarfi við fleiri fyrirtæki,“ segir Jóhannes Páll Sigurðarson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.

„Minningarsjóður Bryndísar Klöru og Riddarar kærleikans vilja þakka öllum þeim fyrirtækjum sem komu að þessu mikilvæga átaki og að sjálfsögðu öllum þeim sem keyptu Kærleiks Kristal. Kærleikurinn sem þessi samstaða sýnir er mikill stuðningur við uppbyggingu griðastaðar fyrir börn og ungmenni. Það er von okkar að Bryndísarhlíð muni hlúa að öryggi barna um ókomin ár,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, formaður Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.

Riddarar kærleikans er hreyfing fólks sem heiðrar minningu Bryndísar Klöru með því að virkja kærleikann í samfélaginu, minnka ofbeldi og bæta líðan með opnu samtali og raunverulegum aðgerðum, óháð aldri, uppruna eða bakgrunni.

Bryndísarhlíð verður þjónustumiðstöð og geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Minningarsjóðurinn hefur safnað fyrir húsnæði undir starfsemina síðustu mánuði og ríkissjóður tekur svo að sér rekstur Bryndísarhlíðar til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita