fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir tjáningarfrelsið í skugga dauða bandaríska aktívistans Charlie Kirk, sem féll fyrir hendi byssumanns fyrr í mánuðinum. Hildur segir að það sé flókið „að vera Charlie“ og vísar til þess viðhorfs að standa ávallt með tjáningarfrelsinu, líka frelsinu til að tjá ógeðfelldar skoðanir.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag rifjar Hildur upp hryðjuverkaárás íslamskra öfgamanna á ritstjórnarskrifstofur franska skopblaðsins Charlie Hebdo. Í kjölfarið reis upp mikil bylgja til stuðnings tjáningarfrelsinu undir slagorðinu „je suis Charlie“. Hildur segir í grein sinni:

„Síðan hefur það ítrekað sýnt sig að það er býsna flókið að vera Charlie og það jafnvel gleymst. Grínistar hafa fengið yfir á sig reiðiöldur á samfélagsmiðlum fyrir óviðeigandi grín sem einmitt getur strítt gegn þeim gildum sem við höfum sett okkur hér á landi. Eins auðvelt og okkur flestum fannst að verja rétt skopmyndateiknara til að gera grín að spámanni annarrar trúar hefur reynst erfiðara að verja sama rétt þegar gildismatið færist nær heimahögum. Þar er þó enginn dómstóll dómbær og það verður einfaldlega að verja rétt allra til að segja sína brandara. Sumt er ósmekklegt, rætið og jafnvel varasamt en við lendum í miklum ógöngum um leið og viðbragðið verður að hlæja einfaldlega ekki að hinu óviðeigandi gríni heldur vilja fordæma það og banna.“

Vont ef ráðamenn nota morðið til að hefta tjáningarfrelsi

Hildur segir síðan um morðið á Charlie Kirk og flókna umræðu um tjáningarfrelsið að oft sé stutt í að hörð gagnrýni á ógeðfelldar skoðanir sé lögð að jöfnu við skerðingu á tjáningarfrelsi. Tilburðir ráðamanna í Bandaríkjunum til að nýta sér atburðinn til að hefta tjáningarfrelsi séu jafnframt mikið áhyggjuefni:

„Charlie Kirk var ekki að gera grín en hann hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks. Svo mjög að vangaveltur um frelsi hans til að tjá skoðanir sínar hafa heyrst og áberandi er að viðbrögð litast talsvert af því „hvorum megin línunnar“ fólk stendur í einstaka skoðunum í stað þess að snúast um algild, sameiginleg gildi málfrelsis. Það er því miður ansi stutt í orð eins og skoðanakúgun, þöggun og hatursorðræðu þegar í raun er um að ræða skoðanaskipti sem verða að eiga rétt á sér. Það er sömuleiðis mikið áhyggjuefni að ráðamenn í Bandaríkjunum noti kyndil tjáningarfrelsis Kirks til að tempra tjáningarfrelsi þeirra sem eru annarra skoðana. Það á enginn að óttast um öryggi sitt vegna skoðana sinna eða ofbeldis eða þöggunar af hálfu valdhafa.“

Hildur minnir á að tjáningarfelsið sé hornsteinn í frjálsu samfélagi og það gildi fyrir alla, líka þá sem við erum ósammála og jafnvel fyrirlítum. Annað sé hentistefna og ef við styðjum tjáningarfrelsi eingöngu á grunni skoðana sem við aðhyllumst eða höfum ekki óbeit á þá fylgjum við ekki gildum heldur hentistefnu.

„Þá einfaldlega molna þær dýrmætu stoðir sem við reisum samfélagið á.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita