fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. september 2025 17:30

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt land nema norðanverða Vestfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir óveður á föstudag, úrkomu og mikinn vind, og Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir alla landshluta nema Vestfirði norðanverða.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir í færslu á samfélagsmiðlum að spárnar séu smám saman að ná utan um myndun lægðar suðvestur í Atlantshafi ásamt dýpkunarferli og ferðum hennar í kjölfarið.

Á veðurspárkortum sjáist að línur séu að skerpast og kjöraðstæður að myndast. Skarpt háloftadrag nái frá Kanada út á Atlantshaf.

„Sjáum líka að það er stutt í fellibylinn GABRIELLE sunnan við átakasvæðið. Þó fellibylurinn hafi veikst er kerfið enn vel mótað og kröftugt,“ segir Einar. „Litlu má muna að nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn. Það væru ekki góðar fréttir, en í dag er það talið afar ólíklegt.“

Engu að síður sé lægðinni sjálfri spáð ágætra lífdaga. Hún muni koma hratt upp að landinu með miðjuna skammt fyrir vestan.

„Um miðjan dag á föstudag er útlit fyrir að það geri SSA- og SA-storm um tíma suðvestan´- og vestanlands, í þann mund sem lægðin fer hjá,“ segir Einar. „Það hversu hratt hún fer yfir, eykur á vindhraðann, en vitanlega skiptir þar einnig málið nákvæmur ferill og dýpt hennar.“

Sunnan og suðaustan mun fylgja úrhellisrigning en mest aðstreymi rakans sunnan úr höfum fari tiltölulega fljótt yfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás