Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, talar í nýjasta þætti Sjókastsins opinskátt um lífið á sjó, baráttuna fyrir réttindum sjómanna, meint svik í verðmyndun sjávarafurða og skort á gagnsæi í verðlagningu og spáir í framtíð kjaramála og sjávarútvegs.
Reynslusaga Guðmundar Helga er saga sem hristir upp í kerfinu og segir ýmislegt um það hvar baráttan stendur í dag.
Í viðtalinu segir Guðmundur Helgi meðal annars frá ágreiningi útgerðarmanna við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.
„Ég heyrði einhvern tímann sagt að hann hefði farið um borð í skip, þar sem var mikil óánægja og róað strákana aðallega með einhverjum tveimur loforðum. Þegar þeir gengu frá borði þá var með honum einhver aðstoðarmaður sem sagði við hann: „Ég átti nú ekki von á að þú myndir ganga svona langt.“ Þá á Binni að hafa sagt, dreymir þig um að ég standi við þetta?“
Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka, hann gengur oft undir því nafni. Ég veit að aðrir útgerðarmenn hafa lent upp á kant við hann. Og, og, við getum bara rifjað upp að Guðmundur Kristjánsson vinalausi, ég skil ekki eiginlega hvar hann fékk þessa nafnbót. Hann er harður og stífur en þú getur alltaf talað við hann. Hann gafst upp á að eiga fyrirtæki sem Binni stjórnaði. Hann var kominn inn í Vinnslustöðina og fór út eftir mjög skamman tíma. Svo endaði það líka illa, samstarf hans og Guðmundar Hugins.“
Segir Guðmundur Helgi það ekki hafa leynt sér í öllum fréttaflutningi á sínum tíma að ekki var samhljómur á milli þeirra.
Guðmundur Helgi nefnir einnig að það sé eitthvað skrýtið þegar fyrirtæki er að markaðssetja afurðir sínar að það sé alltaf með lægsta verðið, líkt og í tilfelli Vinnslustöðvarinnar.
„Þeir hafa stundum verið með eldri skip og kannski ekki eins góðan kælibúnað og kannski ekki eins ferskt hráefni. Ég ætla ekki að dæma um það. En en mér finnst samt skrýtið að hann er bara alltaf lægstur og munurinn kannski 20 og 30% prósent miðað við önnur fyrirtæki á Íslandi. Það er stór upphæð þó að ég vilji nú skoða aðeins upphæðina á milli Færeyja og Íslands sem eru orðin ennþá stærri og yfir 100% Kannski eru þeir með skip sem eru bara ekki að skila eins góðri afurð. En ég vil sko aðeins geyma það hvað veldur hjá Vinnslunni. Það er ákveðin svona spekúlasjón í því.“