fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 10:30

Sigmar Guðmundsson Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það?“

spyr Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar um skjólstæðinga Konukots.

Í grein sinni nefnir Sigmar að fyrirhugað er að Konukot, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, verði í Ármúla. Starfsemin hefur verið rekin í Eskihlíð um árabil, en húsnæðið er sprungið fyrir mörgum árum. Ár sé síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði sem fannst í Ármúla.

„Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað.“

Sigmar bendir á að einhvers staðar þurfi að veita þessa þjónustu. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa væntanlegir nágrannar Konukots í Ármúla reynt að koma í veg fyrir að starfsemin opni þar. 

Í frétt DV fyrir viku kom fram að rannsóknarstofan Sameind hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, um leyfi til að innrétta húsnæði að Ármúla 34 fyrir starfsemi Konukots, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Rannsóknarstofan sem er staðsett í húsinu við hliðina, Ármúla 32, hefur áður mótmælt áformunum en í kærunni kemur meðal annars fram að starfsemi Sameindar og Konukots geti á engan hátt farið fram í svo miklu návígi. Vill Sameind meina að aðstæður geti skapast á stöðum eins og Konukoti sem geti verið lífshættulegar fyrir suma sjúklinga sem koma á rannsóknarstofuna.

Sjá einnig: Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Til vinstri er Ármúli 34 þar sem til stendur að Konukot verði en til hægri er Ármúli 32 þar sem Sameind er með starfsemi sína. Mynd. Skjáskot/Já.is.

Sigmar segir viðbrögð Sameindar kunnuglegt stef. 

„Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla.

Bendir Sigmar einnig á þegar kemur að ónæði að heimilislaust fólk forðist jafnan samneyti við aðra.

„Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“