Myndband sem hin 21 árs gamla Kaitlynn McCutcheon deildi á Instagram-síðu sína hefur svo sannarlega farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum undanfarna viku. Þar sést McCutcheon, sem er nemi í hjúkrunarfræði, syngja lagið „Hit me baby one more time“ með Britney Spears af innlifun þó hægt sé að setja spurningamerki við sönghæfileikana. Ekki vill þó betur til en svo að skyndilega missir McCutcheon stjórn á bifreið sinni og endar með því að velta bílnum.
Blessunarlega fór allt vel að lokum og McCutcheon slapp við alvarleg meiðsli. Í því ljósi hafði hún greinilega sjálf húmor fyrir atvikinu og deildi því á Instagram-síðu sína við gríðarlegar undirtektir.
„I guess you could say i got hit one more time,“ skrifaði hin söngelskandi nemi við færsluna. Svo mörg voru þau orð.
View this post on Instagram