fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. september 2025 16:30

Börn undir fimm ára eru í mestri hættu á að fá mislinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mislingafaraldur geisar enn þá í Evrópu. Metár var í tilfellum á síðasta ári og tilfellum hefur fækkað. En staðan er samt enn þá alvarleg, sérstaklega á ákveðnum svæðum.

Árið 2024 greindust 35 þúsund tilfelli mislinga í Evrópu og hafa ekki greinst fleiri síðan árið 1997.

Fjöldinn í Evrópu tífaldaðist frá fyrra ári og voru langflest tilfellin í Rúmeníu, eða 27 þúsund talsins. Mun færri tilfelli komu upp í öðrum Evrópulöndum en ekkert land slapp alveg.

Í ár hafa komið upp 7 þúsund mislingatilfelli í Evrópu, það er í löndum Evrópusambandsins og EES svæðisins. Að sögn evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar eru flest tilfellin hjá óbólusettum börnum undir fimm ára aldri.

Sjá einnig:

Mislingar hafa tífaldast í Evrópu – 19 látnir og langflestir óbólusettir

Yfirleitt eru mislingar ekki hættulegir en í sumum tilfellum geta þeir verið banvænir. Þá er sjúkdómurinn ákaflega smitandi. Bólusetningar draga úr einkennum mislinga.

Eins og í fyrra hafa flesti tilfellin á þessu ári komið upp í Rúmeníu, rúmlega 4 þúsund talsins. Þrír hafa látist vegna veikinnar þar í landi. Andstaða við bólusetningar hafa verið mikið vandamál í Rúmeníu lengi.

Næst flest tilfellin hafa komið upp í Frakklandi, rúmlega 800 talsins og flestir óbólusettir. Þar hafa 2 látist.

Einnig hefur verið töluvert um mislingatilfelli í Hollandi, Ítalíu, Belgíu og á Spáni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú