fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa bandarískri konu úr landi á landamærunum í Leifsstöð, með endurkomubanni í tvö ár. Var við upphaf málsins ekki farið að ákvæðum laga um að kynna bæri konunni um rétt hennar.

Lögreglan hafði afskipti af konunni, sem er ekki með dvalarleyfi á Íslandi, við landamæraeftirlit á ytri landamærum á Keflavíkurflugvelli 14. maí 2025. Samkvæmt stimplum í vegabréfi konunnar hafði hún dvalið lengur en henni er heimilt á landinu og Schengen-svæðinu. Með ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum var konunni brottvísað og gert að sæta endurkomubanni til tveggja ára á grundvelli laga um landamæri og laga um útlendinga.

Ákvörðunin var birt konunni samdægurs en hún kærði hana til nefndarinnar fjórum dögum síðar.

Ekki leiðbeint strax

Í niðurstöðu kærunefndar útlendingamála er minnt á að samkvæmt lögum um útlendinga skuli, í máli er varði frávísun, brottvísun eða afturköllun leyfis, útlendingi þegar í upphafi máls leiðbeint um réttindi sín og meðferð málsins á tungumáli sem ætla má með sanngirni að viðkomandi geti skilið. Útlendingi skuli meðal annars leiðbeint um rétt sinn til að leita aðstoðar lögmanns eða annars fulltrúa á eigin kostnað við meðferð máls.

Nefndin segir að í frumskýrslu lögreglu komi ekki fram hvort konunni hafi verið leiðbeint um rétt sinn til að leita aðstoðar lögmanns í upphafi máls heldur komi fram að við upphaf birtingar ákvörðunarinnar hafi henni verið leiðbeint um þetta. Í bréfi lögreglu til kærunefndarinnar komi hins vegar fram að konunni hafi ekki verið kynntur réttur sinn til að leita aðstoðar lögmanns eða annars fulltrúa á eigin kostnað, við meðferð málsins, við upphaf máls.

Nefndin segir þessa leiðbeiningarskyldu íslenskra stjórnvalda gagnvart útlendingi fortakslausa og að frumkvæðið eigi að koma frá stjórnvöldum. Þar sem konunni hafi upphaflega ekki verið leiðbeint um réttindi sín kunni sá annmarki að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ákvörðun um brottvísun konunnar verði því óhjákvæmilega að fella úr gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES