fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. september 2025 11:00

Kakkalakkar. Myndin er úr safni og tengist frétt ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag líffræðinga á Kanaríeyjum hefur varað við vaxandi vandamáli sem snýr að fjölgun kakkalakka af tegundinni Periplaneta africana, eða svonefndir afrískir kakkalakkar, á eyjunni sólríku sem nýtur mikilla vinsælda meðal Íslendinga. Skordýrin hafa fundið sér kjörlendi í suðurhluta Gran Canaria þar sem hlýindi og raki styðja við útbreiðsluna.

Tegundin, sem er upprunnin í hitabelti Afríku, nær allt að 5 sentímetrum að lengd og er ein stærsta kakkalakkategund heims. Hún er rauðbrún að lit með gulbrúnum lit á brúsköldum og vængjum. Kakkalakkinn er félagslyndur, heldur sig í stórum hópum og er næturvirkur. Hann getur flogið langar vegalengdir og dreifist því hratt um ný búsetusvæði

Afrískir kakkalakkar eru ekkert sérstaklega velkomnir á Kanaríeyjum

Afríska kakkalakkan lifir að jafnaði í allt að 2,5 ár og fjölgar sér hratt. Kvendýrin geta framleitt allt að tvö eggjahylki á viku á frjósömustu stigum æviskeiðsins og verpa þeim nálægt fæðulindum.

Hlýindi og rakastig í suðurhluta Gran Canaria skapa kjöraðstæður til fjölgunar. Kakkalakkinn heldur sig gjarnan í holræsum, kjöllurum og öðrum dimmum og erfiðum rýmum þar sem hann nærist helst á lífrænum úrgangi.

Ógn við lýðheilsu og ferðamennsku

Vísindamenn hafa bent á að kakkalakkarnir geti borið með sér að minnsta kosti 22 tegundir af bakteríum, veirum, sveppum og frumdýrum geti valdið sjúkdómum. Þar að auki hafa fundist fimm tegundir sníkjudýra á þessum tegundum kakkalakka.

Vandamálið snertir ekki aðeins heilsu fólks heldur einnig ímynd svæðisins sem ferðamannastaðar. Ferðalangar eru ekkert æstir í að deila fríinu með kakkalökkum. Hótel og veitingastaðir og heimili hafa því gripið til aðgerða til þess að halda þessum skordýrum í skefjum, en hefðbundnar aðferðir reynast oft ekki nægar.

Forvarnir séu nauðsynlegar sem og regluleg þrif auk þess sem mikilvægt sé að vera á varðbergi gagnvart mögulegum fæðuuppsprettum skordýranna. Þá sé mikilvægt að íbúar sem og ferðamenn taki þátt í að viðhalda hreinlæti og skipulagi á nærumhverfi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“