fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti athyglisverða færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann rifjaði upp viðtal sem Snorri Másson, þáverandi fréttamaður á Stöð 2, tók við hann í tilefni af Gleðigöngunni árið 2022.

Snorri er í dag þingmaður Miðflokksins eins og kunnugt er en fátt hefur verið meira rætt undanfarinn sólarhring en umdeilt viðtal í Kastljósi í fyrrakvöld þar sem hann og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78, tókust á um hinsegin málefni.

„Snorri Másson tók þetta viðtal við mig 5. ágúst 2022 þegar ég var að undirbúa trukkinn fyrir Gleðigönguna. Hann veit betur,” segir Páll Óskar meðal annars í færslunni og bætir við:

„Ég styð trans fólk og kynsegin fólk, baráttu þeirra sem og allra hinna systkina minna í hinsegin fjölskyldunni. Kynin eru fleiri en tvö, litrófið er risastórt og fjölbreytt og bakslagið er raunverulegt,“ segir hann.

„Mig langar að þakka Snorra kærlega fyrir að þétta raðir okkar Hinsegin fólks og bandamanna okkar, í baráttu okkar gegn hatursorðræðu og fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Ég hef sjaldan fundið fyrir eins miklum SAMTAKA(78)MÆTTI og ákkurat í dag. Áfram gakk!“

Í viðtalinu fyrir þremur árum kom Páll Óskar einmitt inn á það að bakslag hefði átt sér stað.

„Við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna þá er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni. Og ég er að sjá það sjálfur, einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum, að trans fólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir 30 árum síðan.“

Færsluna og viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“