fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 03:15

Miklar sprengingar urðu í Ust-Lug. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir sjálfsvígsdrónar voru notaðir til að gera árás á helstu olíu- og gasstöð Rússa á sunnudaginn. Árásin var gerð á Ust-Luga stöðina sem gegnir lykilhlutverki í sölu Rússa á olíu og gasi til útlanda.

Rússar eru mjög háðir tekjum af olíu- og gassölu til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Árásin er því þungt högg fyrir þá og ekki síst í ljósi þess að Úkraínumenn hafa ráðist á fjölda olíuhreinsistöðva og aðrar orkuvinnslustöðvar á síðustu vikum. Er talið að olíuframleiðsla Rússa hafi dregist saman um 13% á síðustu vikum vegna þessara árása.

Árásin á Ust-Luga var gerð skömmu eftir að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, gaf í skyn að nú geri Úkraínumenn árásir á Rússland án þess að leita samþykkis Bandaríkjamanna.

Mirror segir að talið sé að Úkraínumenn hafi notað fjölda nýrra Batyr dróna við árásina. Þeir geta borið 20 kg af sprengiefni og geta flogið allt að 750 kílómetra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð