fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 03:11

Vladimir Putin. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín hefur nú komist að niðurstöðu um hvaða kröfur hann gerir ef semja á um frið í stríðinu í Úkraínu.

Reuters skýrir frá þessu og hefur þetta eftir þremur heimildarmönnum innan veggja Kreml.

Pútín krefst þess að Úkraína láta Rússum Donbas-héraðið eftir, falli frá hugmyndum um að gerast aðili að NATÓ, verði áfram hlutlaust ríki og heimili ekki vestrænum hersveitum að koma til landsins.

Heimildarmenn Reuters segja að Pútín hafi slakað á kröfunum sem hann setti fram í júní 2024. Þá krafðist hann þess að Úkraína léti af hendi þau fjögur héruð sem Rússar gera kröfu til og segja hluta af Rússlandi. Þetta eru Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu og Kherson og Zaporizjzja í suðurhluta landsins. Úkraínumenn höfnuðu þessar kröfu nánast samstundis.

Í nýju kröfunum heldur Pútín fast í að Úkraína kalli hersveitir sínar frá þeim hlutum Donbas sem eru á valdi Úkraínumanna. Á móti muni Rússar draga landamæri við núverandi víglínur í Zaporizjzja og Kherson.

Pútín er einnig reiðubúinn til að láta smá hluta af Kharkiv-, Sumy- og Dnipropetrovsk-héruðunum af hendi.

Reuters reyndi að fá viðbrögð við þessum tillögum hjá úkraínska utanríkisráðuneytinu en það vildi ekki tjá sig að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað