Sjúkralið var kallað að íbúðahóteli á Adeje-ströndinni á Tenerife um ellefuleytið á fimmtudagsmorgun, eftir að fimm ára drengur var nærri því drukknaður í hótelsundlauginni. Canarian Weekly segir frá og telur að atvikið hafi átt sér stað í Laguna Park 2, en það er óstaðfest.
Drengnum, sem er pólskur, var bjargað úr sundlauginni. Hann sýndi merki drukknunar og fékk tafarlausa aðhlynningu sjúkraliðs á vettvangi. Ástandi hans eftir björgun og aðhlynningu var talið þokkalegt. Var hann fluttur með sjúkabíl á sjúkrahúsið Hospiten Sur fyrir frekari meðferð.
Lögregla mætti einnig á vettvang og hóf rannsókn málsins.
Tilvik drukknunar eða nær drukknunar á Kanaríeyjum hafa verið algeng að undanförnu og hafa yfirvöld sent frá sér tilkynningar til almennings og ferðamanna um að sýna aðgæðslu í hótelsundlaugum og á baðströndum. Lögð er áhersla á að öryggismerkingar séu virtar og að börn séu ekki eftirlitslaus í vatni.
Sjá nánar hér.