fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 16:30

Barnaníðingurinn Thomas Allen McCartney,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margdæmdur barnaníðingur frá Lousiana-fylki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur til fangelsisvistar sem og geldingar eftir að hafa játað á sig tilraun til að nauðga sjö ára stúlku. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs samþykkti hinn 37 ára gamli Thomas Allen McCartney þennan óvenjulega dóm sem hluta af samkomulagi við saksóknara.

Verða eistu McCartney fjarlægð með skurðaðgerð, til að stöðva framleiðslu kynhormóna, en auk þess mun níðingurinn afplána 40 ára fangelsisdóm fyrir brot sín.

Atvikið sem leiddi til dómsins átti sér stað í febrúar 2023 þegar móðir greip McCartney glóðvolgan við að misnota dóttur sína. Hann beitti skotvopni til að flýja af vettvangi og hvarf yfir fylkismörk, en var síðar handtekinn á hóteli í Houston í Texas og framseldur aftur til Louisiana.

McCartney var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2006 og fjórum árum síðar hlaut hann dóm fyrir að nauðga 12 ára barni.

Louisiana varð á síðasta ári fyrsta fylkið í Bandaríkjunum þar sem dómarar geta fyrirskipað skurðaðgerð á kynfærum þeirra sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Lögin voru undirrituð af Repúblikananum Jeff Landry ríkisstjóra og tóku gildi 1. ágúst 2024.

Stuðningsmenn laganna telja að þau muni draga úr kynferðisbrotum gegn börnum, en andstæðingar hafa lýst ákvæðinu sem grimmilegri refsingu sem brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“