Þetta kemur fram í opinberum fjármálagögnum sem hinn óháði rússneski miðillinn Vazjnyje Istorii hefur kafað ofan í að sögn hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW).
Til samanburðar má nefna að allt síðasta ár voru 92.800 samningar gerðir við nýja hermenn og fengu þeir greiddan bónus við undirskrift.
Þessar bónusgreiðslur nema nokkur hundruð þúsund rúblum fyrir hvern og einn og er þeim ætlað að lokka menn til að skrá sig í herinn til að berjast í Úkraínu.
ISW segir að nú þegar hafi stjórnvöld farið sem svarar til um 45 milljörðum íslenskra króna fram úr fjárlögum ársins. Nú verði að fjármagna bónusgreiðslurnar með því að sækja peninga til héraðsstjórna og ýmsa verkefnasjóði.