fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Vigdís nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. ágúst 2025 14:55

Vigdís Jakobdsdóttir. Mynd: Íris Stefánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi.

Vigdís á að baki glæstan feril í menningarstjórnun hérlendis en hún var listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík á árunum 2016-2024. Hún situr í stjórnum Þjóðleikhúsráðs, Miðstöðvar barnamenningar, Sviðslistamiðstöðvar og Listaháskólans og  hefur auk þess sinnt fjölbreyttum störfum er snúa að list og menningu undanfarin ár bæði hérlendis og erlendis.

Vigdís lærði leikstjórn við Háskólann í Kent í Canterbury og er með diplómu í kennslufræði fyrir háskólakennara frá HÍ.

„Það er stórkostlegur fengur fyrir menningarlífið í Kópavogi að fá jafn reynslumikinn stjórnanda í starf verkefna- og viðburðastjóra menningarmála í Kópavogi og Vigdísi Jakobsdóttur. Reynsla hennar og þekking á eftir að setja svip á menningarlíf bæjarins og hún mun smellpassa í þann öfluga hóp forstöðumanna og starfsmanna menningarmála sem nú er þar fyrir,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Mikill áhugi var á starfinu en alls sóttu 113 um stöðuna.

Vigdís segist afar þakklát fyrir að fá tækifæri til að starfa að menningarmálum í Kópavogi. „Að auka aðgengi að listum og menningu fyrir sem fjölbreyttasta hópa samfélagsins er mér hjartans mál. Ég hef fylgst af aðdáun með þeirri öflugu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í menningarlífi Kópavogs á undanförnum árum og hlakka til að vinna með því frábæra fagfólki sem starfar í menningarhúsum bæjarins.“

Vigdís hefur störf 1. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“