fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 06:30

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Yo Jong, systir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, vísaði nýlega á bug hugmyndum Bandaríkja um að hefja viðræður um kjarnorkuafvopnum Norður-Kóreu og hvatti Trump og aðra bandaríska ráðamenn til að sætta sig við þann nýja veruleika að Norður-Kórea ráði yfir kjarnorkuvopnum.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Kim Yo Jong hafi sagt að nýja nálgun þurfi ef Norður-Kórea eigi að fást að samningaborðinu og gaf í skyn að það muni aðeins gerast ef Bandaríkin bjóði eitthvað í skiptum fyrir hluta af kjarnorkuvopnabúri Norður-Kóreu.

Donald Trump ræddi nýlega um persónulegt samband sitt við Kim Jong-un og lét í ljós vonir um að hægt verði að hefja viðræður um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu á nýjan leik. Á fyrra kjörtímabili Trump hitti hann einræðisherrann og þeir ræddu um afvopnun Norður-Kóreu. Þær viðræður fóru út um þúfur þegar Trump hafnaði kröfu einræðisherrans um að refsiaðgerðum gegn landinu yrði að mestu aflétt ef hann léti eyðileggja aðalkjarnorkumiðstöð landsins. Það hefði aðeins verið lítið skref í átt að afvopnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“