fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fréttir

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 19:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að Olís hefði brotið gegn lögum með fullyrðingum sínum um kolefnisjöfnun. Nú hefur Olís verið sektað fyrir að halda slíkum fullyrðingum áfram samkvæmt ákvörðun Neytendastofu þann 29. júlí sl.

Málið má rekja til eftirfarandi fullyrðinga:

  • „Við greiðum helming á móti – Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin.“
  • „Olís kolefnisjafnar allan sinn rekstur.“

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þetta væru villandi og óréttmætar fullyrðingar gagnvart neytendum og ekki studdar fullnægjandi gögnum.

Í vor bárust Neytendastofu upplýsingar um að Olís væri enn að notast við fullyrðingu um kolefnisjöfnun. Því var sent bréf til fyrirtækisins og athygli vakin á því að ef um brot á ákvörðun Neytendastofu væri að ræða kæmi til skoðunar að beita sektum.

Olís svaraði bréfinu og tók fram að eftir ákvörðunina í nóvember hafi fyrirtækið horfið frá notkun fullyrðinga um kolefnisjöfnum og þess í stað hafi verið vísað til kolefnisbindingar.

Fyrir nokkru hafi svo verið alfarið hætt að bjóða upp á þann möguleika að greiða fyrir kolefnisbindingu og allt efni því tengt tekið út af heimasíðum fyrirtækisins. Þegar smáforrit Olís fór í loftið hafi fyrir mistök láðst að yfirfæra efni varðandi kolefnisjöfnun. Því hafi verið um mistök að ræða. Umrætt efni hafi nú verið fjarlægt.

Neytendastofa horfði til þess að um mistök væri að ræða, en engu að síður hefði Olís nú gerst sekt um ítrekað brot og brot gegn fyrri ákvörðun. Horft var til þess að fyrirtækið hefði þegar brugðist við með því að fjarlægja umdeildu fullyrðinguna úr smáforriti sínu og þótti sekt því hæfilega ákveðin sem 250 þúsund krónur sem Olís þarf að greiða innan þriggja mánaða.

Fullyrðingin í smáforritinu var eftirfarandi:

„Kolefnisjafnaðu viðskipti þín. Þú borgar 2kr og við borgum 2kr á móti. 4kr af lítra renna til Landgræðslunnar í fjölbreytt kolefnisverkefni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María fær friðarverðlaun Nóbels

María fær friðarverðlaun Nóbels
Fréttir
Í gær

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Í gær

Keypti hund dýrum dómum en á að fá hann endurgreiddan – Reyndist vera „gallaður“

Keypti hund dýrum dómum en á að fá hann endurgreiddan – Reyndist vera „gallaður“
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur SÞ krefst þess að öllum í skipalestinni sem Magga Stína var í verði sleppt

Sérfræðingur SÞ krefst þess að öllum í skipalestinni sem Magga Stína var í verði sleppt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Útlendingastofnun ljúga

Segja Útlendingastofnun ljúga