fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. ágúst 2025 17:56

Mynd: Bent Marinósson/Tígull

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynning frá Þjóðhátíðarnefnd: 

Þjóðhátíðarnefnd og viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum í alla nótt og allan dag við að koma Herjólfsdal í samt horf eftir áskoranir næturinnar. Nýtt tjald hefur verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum er tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð fyrir skaplegra veðri það sem eftir lifir helgarinnar og Herjólfsdalur, Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og viðbragðsaðilar eru tilbúin. Brennan sem frestað var í gær hefur verið sett á dagskrá klukkan 22:00 annað kvöld sem hluti af kvöldvökunni.

Gestir gátu leitað skjóls fyrir veðrinu í Herjólfshöll í nótt og í dag hafa Vestmanneyingar keppst við að aðstoða gesti af fastalandinu við að leysa úr ýmsum verkefnum, eins og að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Þar munaði mestu um átak Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur sem kallaði eftir aðstoð í Facebook-hópnum Kvenfólk í Eyjum þar sem tugir einstaklinga buðust til að hjálpa gestum að þurrka fatnað og viðlegubúnað.

„Þetta er bara hægt vegna þess að hér hópast Eyjamenn í tugatali, nánast óumbeðnir, og aðstoða okkur sem fyrir erum í þessum verkefnum,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. „Samtakamátturinn í þessu samfélagi er ómetanlegur.“

Þrátt fyrir allar þessar áskoranir hefur sama sem ekkert þurft að gera í sjúkraaðstöðu fyrir hátíðargesti, og brekkan – sem oft verður illa leikin eftir miklar rigningar – er nánast eins og ný. Þá hefur Icewear opnað verslun í dalnum þar sem gestir geta nálgast þurran fatnað.

Herjólfur sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan dag þess efnis að ófært væri til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Því falla síðdegisferðirnar kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 18:00 frá Landeyjahöfn niður. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar þegar nýjar spár liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið