fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. ágúst 2025 16:30

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þrátt fyrir hagræðingu og aukna hagkvæmni á bankamarkaði hafi vaxtamunur (þ.e. munurinn á milli innláns- og útlánsvaxta) ekki minnkað heldur fari vaxandi. Lítill munur á vaxtamun bankanna bendi síðan til þess að hér vanti aukna samkeppni á lánamarkaði.

Þetta kemur fram á RÚV.

„Vaxtamunur er á bilinu 3,1% til 3,5% á meðan að á Norðurlöndum þá er hann í kringum 1,6%. Þetta náttúrlega segir sig sjálft að þarna skortir samkeppni á lánamarkaði,“ segir Breki.

Breki segir að stóru viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn, hafi haft svigrúm til vaxtalækkana miðað við nýbirt uppgjör þeirra. Á fyrri helmingi ársins jukust hreinar vaxtatekjur þeirra um tæpa níu milljarða á milli ára, eða um meira en 10%.

Breki segir fjármagnskostnað á Íslandi vera gífurlega háan. Velgengni bankanna sé sótt í vasa viðskiptavina þeirra. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“