Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum fjórum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu og eru þeir sem hafa upplýsingar um málið vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.
Ef einhverjir þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hinir sömu einnig vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða 0803@lrh.is.
Myndin sem lögreglan birtir er unnin eftir upptöku úr öryggismyndavél.
DV greindi frá því á laugardag að nokkrir karlmenn hefði komið í skjóli nætur í flutningafyrirtækið Fraktlausnir við Héðinsgötu í Reykjavík og stolið nokkur hundruð lítrum af díselolíu með því að dæla henni úr tanki eins af flutningabílum fyrirtækisins.