fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. júlí 2025 14:30

Margir eru sammála Illuga um útlit spítalans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnun hins nýja landspítala fellur ekki í kramið hjá blaðamanninum og rithöfundinum Illuga Jökulssyni. Margir eru sammála honum um útlitið.

„Ég kann vel við margt í nútímaarkitektúr. En þetta er ekki fallegt,“ segir Illugi í færslu á samfélagsmiðlum.

Fjölmargir taka undir með honum, þar á meðal Egill Helgason fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir. „Ónei,“ segir hann.

Bent er á að byggingin liggi illa í landslaginu og skyggi á gamla landspítalann, sem sé ein fallegasta spítalabygging landsins.

„Íslenskur byggingastíll er heilt yfir forljótur. Allt kassalaga og einsleitt, svart og grátt,“ segir einn í athugasemd. Annar segir að því miður sé nýi landspítalinn birtingarmynd margra nýbygginga í miðbæ Reykjavíkur.

„Arkitektar eru stéttin sem auðveldast væri að skipta út fyrir AI. Teikna hvort eð er bara ljóta kassa,“ segir einn.

Ekki eru þó allir sammála um ljótleika hins nýja sjúkrahúss. Sara Oskarsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata, kemur byggingunni til varnar.

„Persónulega skil ég ekki ósætti fólks við þessar byggingar. Þær eru í mínum augum í takti við tíðarandann, nýstárlegar, ferskar og munu vera functional þegar að þar að kemur,“ segir hún. „Það er heldur ekki gott að byggingarstíll festist í fortíðinni og rembist af fortíðarþrá sem skilar af sér hálf óstarfhæfar vistarverur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway