fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 12:30

Vellirnir eru afar trjálaust svæði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vellirnir í Hafnarfirði eru á meðal nýrri hverfa höfuðborgarsvæðisins. Eru þeir því ekki mjög grónir trjám og öðrum gróðri. Umræða hefur skapast í hverfinu um hvort það vanti ekki trjágróður en ekki eru allir sammála því.

Upphafsmaður umræðunnar í íbúagrúbbu hverfisins segist nýfluttur þangað og það fyrsta sem hann hafi tekið eftir hafi verið hversu lítill trjágróður er á Völlunum. Gerði hann því tilraun með því að láta gervigreindina teikna mynd af hverfinu með viðbættum gróðri.

„Hvað segið þið? Vantar ekki fleiri tré?“ spyr hann.

Hefur skapast lífleg umræða um málið og eru margir íbúar sammála þessu. Það vanti tré og græn svæði.

Vellirnir eins og þeir eru.

„Svo sannarlega vantar meiri gróður og fuglasöng,“ segir ein kona.

„Hef oft hugsað þetta, sérstaklega með fram Ásbraut og Krýsuvíkurvegi til að skilja að iðnað og Íbúðarhluta,“ segir einn maður í hverfinu.

„Mér þætti mjög gaman að fá meiri trjágróður í hverfið,“ segir ein en nefnir að það verði að hirða um hann. „Hins vegar sýnist mér of algengt að þar sem bærinn hefur gróðursett í hverfinu okkar hafi ekkert verið hirt um tréin eftir gróðursetningu og þau kafna bara í illgresi á 1-3 árum. Mér finnst þar ekki farið vel með fé. Frekar að sleppa gróðursetningunni ef það á ekki að hugsa um að gróðurinn nái sér á strik.“

Aðrir vilja ekki sjá tré í hverfinu.

„Tré til byrgja fyrir útsýni? Nei takk,“ segir einn maður.

Vellirnir eins og þeir gætu orðið.

„Alveg á móti því að bæta við trjám hverfið er mjög fallegt eins og það er,“ segir ein kona.

Hjá Hafnarfjarðarbæ hefur verið mörkuð trjáræktarstefna. Í henni segir meðal annars:

„Ímynd bæjarins lýtur að heildarútliti, sérkennum hans og fegurð ásamt því fólki sem í honum býr, og mikilvægt er að átta sig á hlutverki gróðurs í bænum og þeim jákvæðu áhrifum sem hann hefur jafnt á vistkerfi bæjarins, íbúa hans og gesti. Því falleg tré og gróður búa ekki einungis til fallega ásýnd, fallega götumynd, falleg rými og falleg torg, heldur skapa þau einnig fallegt og eftirsótt umhverfi sem er mikilvægt sem búsvæði fyrir fugla og annað dýralíf. Tré og gróður eru aðlaðandi vettvangur til afþreyingar, afslöppunar og hreyfingar og auka á upplifun þeirra sem dvelja í bænum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega