Mbl.is greindi frá því í morgun að leki hefði orðið á Landspítalanum við Hringbraut í nótt eftir að lögn sprakk. Var slökkvilið kallað á vettvang og stóðu aðgerðir yfir í um tvær klukkustundir, frá kl. 2 til 4. Slökkviliðið sogaði upp vatn sem lekið hafði.
Samkvæmt upplýsingum sem Landspítalinn hefur veitt DV er mat á umfangi tjónsins í ferli en talið er að það hafi ekki verið mjög mikið. Lögnin sprakk í framkvæmdum á staðnum en sú lögn var ekki á teikningu og er frá árinu 1937. Óhappið átti sér stað á gangi 11-b/c.