Á undanförnum árum hefur það færst í aukana að landeigendur jarða þar sem eru vinsælir ferðamannastaðir rukki inn á bílastæði.
Flestir segjast landeigendurnir nota peningana sem safnast af þessu til þess að byggja upp innviði við ferðamannastaðina. Svo sem göngustíga, klósett og upplýsingaskilti.
Hins vegar eru ekki allir jafn sannfærðir um að peningarnir fari í uppbyggingu heldur að græðgi komi við sögu. Til að mynda hafa ítrekað birst sögur af ferðamönnum sem segjast ekki hafa vitað af gjaldheimtu en hafa svo fengið margfaldan bakreikning eftir að bílnúmerið náðist á öryggismyndavél.
Ljósmyndarinn Ísleifur Elí taldi taldi ferðamannastaðina þar sem rukkað er og birti yfirlit og verðskrá yfir þá á heimasíðu sinni. Eru þeir orðnir 38 talsins.
Hér má sjá listann, verðin og hvernig greitt er:
Seljalandsfoss – 900 krónur – Sölubás
Skógafoss – 1000 krónur – Parka app
Kvernufoss – 750 krónur – Parka app
Jökulsárlón – 1000 krónur – Parka app
Fjarðárgljúfur – 1000 krónur – Parka app
Múlagljúfur – 1000 krónur – Parka app
Skaftafell/Svartifoss – 1000 krónur – Parka app
Skíðaskálinn Hveradölum – 1000 krónur – Parka app
Hverir – 1200 krónur – Parka app
Hjörleifshöfði – 1000 krónur – Easy Park app
Reynisfjara – 1000 krónur – Parka app
Dyrhólaey – 750 krónur – Parka app
Brúarfoss – 750 krónur – Parka app
DC-3 flugvélaflakið – 1000 krónur – Parka app
Sólheimajökull – 750 krónur – Parka app
Gluggafoss – 1000 krónur – Parka app
Kerið – 600 krónur – Sölubás/Aðgangsfé
Stuðlagil – 1000 krónur – Parka app
Ytri-Tunga – 1000 krónur – Sölubás eða Checkit
Þingvellir – 1000 krónur – Parka app
Kirkjufell – 1000 krónur – Sölubás, Easy Park app eða QR kóði
Glanni – 1000 krónur – Parka app
Landmannalaugar – 1200 krónur – Pöntun
Illugastaðir – 1000 krónur – Parka app
Dynjandi – 750 krónur – QR kóði eða heimasíða
Stokksnes/Vestrahorn – 1100 krónur – Aðgangsfé
Geysir – 1000 krónur – Parka app
Flak við Sólheimasand – 750 krónur – Parka app
Hverfjall – 1000 krónur – Parka app
Rútshellir – 1000 krónur – Parka app
Reykjadalur – 200 krónur fyrsti klukkutími og 250 krónur tíminn eftir það – Easy Park app
Reykjanesviti – 1000 krónur – Parka app
Fjallsjökull – 1000 krónur – Parka app
Fagradalsfjall – 1000 krónur – Parka app
Malarrif – 750 krónur – Parka app
Urriðafoss – 750 krónur – Parka app
Sveinsstekkur – 1000 krónur – Parka app
Brúarhlöð – 1000 krónur – Parka app