fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. júlí 2025 15:00

Jackson vill endurlífa moa fuglinn. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn nýsjálenski Peter Jackson hyggst endurlífga hinn útdauða moa fugl. Fuglinn var yfir þrír metrar á hæð.

Moa var ófleygur, langhálsa fugl á Nýja Sjálandi sem varð útdauður fyrir um 600 árum síðan. Ofveiði Maoría og breytingar á vistkerfinu eru taldar orsökin fyrir því.

Nú er farið af stað verkefni um að reyna að endurlífga fuglinn og fremstur í flokki fer leikstjórinn Peter Jackson, sem er einna þekktastur fyrir kvikmyndaseríurnar um Hringadróttinssögu og Hobbitann.

Eins og kemur fram í frétt AP um málið þá er Jackson mikill áhugamaður um moa fuglinn. Á hann dágott safn að beinum fuglsins, á bilinu 300 til 400 talsins. Í Nýja Sjálandi er heimilt að kaupa og selja bein sem finnast á einkajörðum en ekki þjóðlendum. Þá er bannað að selja beinin úr landi.

„Hann á ekki aðeins nokkur moa bein – hann á risasafn,“ sagði Paul Scofield, safnstjóri á Canterbury safninu í Christchurch, um Jackson.

Ekki ný aðferð

Fyrsta skrefið í að endurlífga moa fuglinn er að finna réttu beinin. Bein sem hafa nægt erfðaefni sem hægt er að draga úr þeim. Verða þessar lengur erfðaefnis bornar saman við erfðaefni úr skyldum fuglategundum, svo sem emúum og fuglum sem kallast tinamou.

Einn af stöðunum sem Jackson og fleiri hafa safnað beinum á er dalur sem kallast Píramídadalur. Þar er einnig klettalist Maoría þar sem útlit moa fuglsins sést.

Þetta er alls ekki ný aðferð. Hún hefur verið notuð til þess að endurlífga útdauða tegund stórúlfa. Það er með því að nota gráúlfa erfðaefni. Stórir hvítir hvolpar með sterka kjálka fæddust á síðasta ári.

Áskoranir að endurlífga fugla

Að sögn vísindamannsins Beth Shapiro sem stýrir verkefninu er þó meiri áskorun að búa til fugla en spendýr. Fuglafóstur þróast inni í eggi þannig að tilfærslan yfir í staðgöngumóður verður allt önnur.

„Það eru mismunandi vísindalegar áskoranir sem fylgja hverri tegund sem við veljum til að lífga við frá útdauða,“ sagði Shapiro. Ítrekaði hún að verkefnið væri mjög skammt á veg komið.

Hættulegt og ósiðlegt

Sumir hafa þó varað við verkefninu. Meðal annars vistfræðingurinn Stuart Pimm við Duke háskóla sem ber upp spurningar um siðferði og öryggi.

„Getur þú sett tegund aftur inn í vistkerfið eftir að hafa útrýmt henni?“ spyr Pimm. „Ég held að það sé ómögulegt á nokkurn merkingarbæran hátt. Þetta yrði mjög hættulegt dýr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“