fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 14:45

Vilmundur Möller Sigurðsson. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilmundur Möller Sigurðsson rafeindavirkjameistari glímdi fyrir nokkrum árum við mikla og alvarlega heilsukvilla sem læknum tókst ekki að greina hvaðan væru tilkomnir. Hann þjáðist af krónískum verkjum um allan líkamann, fékk alls kyns útbrot, hárlos, bólgur og gigtareinkenni. Þá var hann kominn með kæfisvefn, ofsasvita og stöðuga síþreytu.

„Ég var kominn með einhverjar nefstíflur og svona furðulegt eitthvað í nefinu. Þannig að ég fór til læknis og fór í aðgerð, miðnesið var eitthvað tjónað, sagði hann. Og gengur vel og allt opnast og ég er svona góður einhverjar vikur eða mánuði. Svo er allt orðið að loka aftur og ég fatta það síðan bara eftir á og þetta var koddinn. Ég byrjaði á að kaupa mér svona heilsukodda og hann olli þessum bólgum sem að stíflaði nefið og þetta er ég að sjá bara hjá fullt af fólki, þúsundum sem ég hef talað við síðan,“

segir Vilmundur í Spjallinu hjá Frosta Logasyni.

Vilmundur segir frekari einkenni hafa komið fram, hann hafi keypt sér dýnu og trúað því að heilsan kæmist í lag, en svo var ekki. Segir hann það alvarlegast í málinu að fólk finni kannski ekki strax fyrir einkennum.

„Í raun og veru er þetta bara afgangsolíuafurðir sem að verða til þegar búið er til bensín og fleira. En þarna fer iðnaðurinn í gang með einhver svampefni og auðvitað þetta er flott í sæti á bílum og bara alls konar. Og þarna kemur vara sem er ódýrari í framleiðslu með meiri þrýstijöfnun og svona flotta eiginleika. Og í byrjun eru þetta kannski fjögur mismunandi efni sem eru notuð í svampinn sem að hafa engin svona teljandi áhrif kannski á flesta. En síðan fer að fjölga efnunum. Og svo núna síðustu kannski tuttugu þrjátíu árin þá er farið að nota allt í einhver sextíu efni í hverja dýnu. Líkaminn fer að safna þessum nanóögnum sem að komast inn í blóðrásina, fer að safna þeim bara upp í bólgur og bjúg. Ég var þrútinn í andliti með bólgur aftan á hnakkanum og herðum, í hnjám liðum og þá verður til svona liðagigt og vefjagigt og þú veist þreyta. Þessir óútskýrðu sjúkdómar.“

Árið 2017 segist Vilmundur hafa verið orðinn undirlagður af bólgum, þreyttur og með mikinn nætursvita. Hann hafi alltaf vaknað þreyttur, verið þreyttur yfir daginn, fundið fyrir jafnvægisleysi og fleira.

Á tímabilinu sem hann var veikur flutti hann fjórum sinnum og hugsaði að dýnan hans hefði fylgt honum allan tímann. Hann fór því að gúggla og lesa sé til. Skipti um kodda og fann strax fyrir betri heilsu á nokkrum dögum. Mánuði seinna ákvað hann að skipta dýnunni út líka.

„Og þá fann ég mun á heilsunni. Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði og allt fór að koma til baka aftur. Þessi gamla orka sem ég þekkti.“

Hann hugsaði hvort fleiri væru í sömu sporum og stofnaði Facebook-hópinn Er rúmið mitt að drepa mig?!!! á föstudagskvöldi. Á sunnudag voru 4-5 þúsund komnir í hópinn og sögðust margir upplifa sömu einkenni.

Vilmundur telur í dag vita nákvæmlega hvað olli öllum þessum einkennum en hann segist ekki hafa náð tökum á heilsu sinni fyrr enn hann hætti að sofa á tempur og memory foam dýnum, dýnum sem alla jafna eru kallaðar memory foam dýnur. Vilmundur hefur síðan þetta gerðist kafað ofan í málið og uppgötvað að í umtöluðum heilsudýnum eru í langflestum tilfellum aragrúi skaðlegra útgufunarefna sem geta haft mjög alvarlega áhrif á heilsu fólks.

Facebook-hópurinn stækkaði og eftir nokkra daga segist Vilmundur hafa verið fenginn í viðtal á RÚV. Það hafi verið tekið á tröppum útvarpshússins og átt að koma í fréttum sama kvöld og hann hafi séð fyrir sér að þarna yfir frábær umræða, heilbrigðisyfirvöld yrðu að fara í málið, þrýstingur myndi myndast, allt færi í gang.
„Ég er búinn að ýta þarna af stað einhverju sem þarf að taka á. Síðan fæ ég skilaboð seinna um daginn að það sé búið að fella niður viðtalið, það eigi ekki að birta það á RÚV.“
Segir Vilmundur að skýringin sem hann fékk hafi verið sú að fréttamaðurinn sem tók viðtalið hafi verið of tengdur söluaðila dýnanna og annar fréttamaður yrði fenginn í málið. Hann hélt því að viðtalið yrði einfaldlega endurtekið en heyrði ekkert meira frá RÚV þrátt fyrir að hann hafi ýtt eftir svörum.
„Svo endaði með því að ég hreinlega mætti á RÚV og bara inn í anddyri og spurði hvort ég gæti fengið að tala við fréttamann. Og mér var ekki boðið inn heldur kom Þóra Arnórsdóttir bara út í anddyri og svona eiginlega sópaði mér út aftur og svona var ekkert almennilega við mig. Hún var nú frekar þjóstug og og svona einhvern veginn eins og ég ætti ekkert heima þarna.
Af hverju vilja þau ekki fjalla um eitthvað sem er að valda fullt af Íslendingum heilsutjóni? Af hverju vill RÚV, allra landsmanna, öryggisventill þjóðar sem hefur skyldum að gegna, af hverju vilja þau ekki hjálpa fólki, veiku fólki? Stöð tvö, núna Sýn, þau höfðu samband við mig þarna strax í byrjun og tóku líka við mig viðtal. Og það er nú miðill sem er nú háðari auglýsingatekjum heldur en RÚV og ég svona hef nú alveg ákveðinn skilning þar að þau vilja ekki rugga bátnum kannski of mikið.“
Segir Vilmundur Stöð 2 einnig hafa tekið viðtal, en það hafi heldur ekki birst.
„Þetta er kannski bara of stórt mál til þess að birta“, segir Vilmundur sem segist hafa óskað eftir skýringu, en ekki muna hvert svarið var enda langt um liðið. 2-3 árum hafi hann aftur mætt á fund á Stöð 2 þar sem málið var rætt, en hann fengið svör að ekki yrði frétt gerð um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim