Stjórnarandstaðan hefur slegið Íslandsmet í málþófi, nú fyrir skemmstu. Umræða um veiðigjaldafrumvarpið hefur nú staðið yfir í meira en 147 klukkutíma.
Umræða um þriðja orkupakkann frá árinu 2019 átti fyrra met. En nú hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks sett nýtt met.
Ræður og andsvör eru 3131. Kostnaður við að reka Alþingi á meðan málþófið hefur staðið yfir er tæpar 344 milljónir króna.