fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Áhrifavaldur og sósíalisti fá styrki til náms í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt ellefu styrki að verðmæti meira en 250 þúsund dollara fyrir nám og rannsóknir í meistara- og doktorsnámi í Bandaríkjunum og á Íslandi skólaárið 2025-2026. Styrkirnir eru veittir úr 7,6 milljón dollara sjóði stofnunarinnar og eru þeir veittir til að styðja nemendur í framhaldsnámi eða rannsóknum í Bandaríkjunum og bandaríska framhaldsnema við nám eða rannsóknir á Íslandi. Styrkirnir standa nemendum úr öllum fræðigreinum til boða.

Sósíalisti og áhrifavaldur

Þekkt nöfn eru meðal þeirra Íslendinga sem hljóta styrkina í ár en þar má meðal annars finna Bergsvein Ólafsson, áhrifavald, sem stundar doktorsnám í jákvæðri vinnusálfræði við Claremont Graduate University og snúa rannsóknir hans að samspili gervigreindar, leiðsagnarsálfræði og vellíðunarfræða. Beggi hefur veigrað sér við að ýfa fjaðrir í opinberri umræðu, en árið 2022 vöktu athugasemdir hans um karlmennsku mikla athygli og skiluðu honum uppnefninu: Hinn íslenski Andrew Tate. Hann hefur þó fyrst og fremst vakið athygli fyrir færslur á Instagram um andlega og líkamlega heilsu.

Annað nafn á listanum er Tjörvi Schiöth, sósíalisti sem hefur verið áberandi í umræðum um stöðu Sósíalistaflokks Íslands inni á spjallsvæði flokksins, Rauða þræðinum, fær styrk til að stunda rannsóknir á sögu kalda stríðsins í skjalasöfnum sem gestarannsakandi við American University og School of Advanced Studies við John Hopkins University.

Fleiri styrkþegar

Hjónin Kristrún Ragnarsdóttir og Peter Dammay fá bæði styrk en þau stunda nám til LLM-gráðu við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Kristrún rannsakar hugverka- og tæknirétt með áherslu á höfundarétt og áskoranir vegna gervigreindar og annarrar tækni í hraðri þróun. Peter rannsakar samkeppnisrétt og samkeppnishömlur með áherslu á stafræn hagkerfi og áskoranir vegna markaðsráðandi stöðu, persónuverndar og regluverks.

Stærðfræðingurinn Svala Sverrisdóttir fær styrk en hún er að ljúka doktorsprófi í stærðfræði frá Berkeley með áherslu á reiknirúmfræði algebru.

Veronika Guðmundsdóttir Jonsson fær styrk til að stunda doktorsnám í stjórnmálafræði við háskólann í New York þar sem hún rannsakar mikilvægi Norðurslóða fyrir öryggi Bandaríkjanna.

Þorsteinn Kristinsson fær einnig styrk en hann er í doktorsnámi í flugvélaverkfræði við háskólann Boulder í Colarado þar sem hann einbeitir sér að fjarvöktunaraðferðum og óvirkum ratsjám til notkunar í drónaaðgerðum.

Fjórir Bandaríkjamenn fá styrk

Fjórir Bandaríkjamenn fá svo styrk til náms á Íslandi en þau eru:

  • Mira Begg sem er að ljúka meistaranámi í sjálfbærum orkuvísindum við Háskólann í Reykjavík og er við vettvangsrannsóknir á sjálfbærri orkunýtingu gagnavera,
  • Cameron Essex sem stundar doktorsnám í landfræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
  • Mia Schwartz sem er að ljúka meistaranámi í landfræði frá Háskóla Íslands og mun vinna með Orkuveitu Reykjavíkur við rannsóknir á jarðhita.
  • Alex Zinck sem er í meistaranámi í fiskeldi og fiskalíffræði við Háskólann á Hólum með áherslu á lífeðlisfræðilega verkunarhætti og umhverfisþætti sem móta persónuleika bleikjunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana