fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 20:30

María Rut er ekki sátt við fjarskiptamálin á landsbyggðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, harmar það að fólk á landsbyggðinni geti ekki treyst á net og símasamband hvar sem er. Víða séu „dauðir punktar“ sem eru fólki til verulegs ama og hugsanlega séu íbúar orðnir samdauna ástandinu.

„Á sunnudaginn var ég á leiðinni á Ísafjörð. Ég nýtti daginn þar sem það var ekki þingfundur þann dag til að koma börnunum mínum vestur í pössun og keyrði síðan til baka um nóttina til að ná þingfundi á mánudegi. Það er mikill hiti og óvissa í þinginu og auðvitað nokkur símtöl sem ég þurfti að taka á leiðinni. Mörg afar mikilvæg. En þarna á sunnudeginum er ég að keyra heim og valdi að fara suðurleiðina og skoða aðeins stöðuna á Dynjandisheiðinni og svona. Á sama tíma var góðvinur minn að keyra til Reykjavíkur og var staddur í djúpinu. Við ætluðum að gera heiðarlega tilraun til að nýta tímann í símtal, eins og maður gerir gjarnan í löngum bílferðum. Enda er tíminn dýrmæt auðlind. En fljótlega varð þessi tilraun algjör farsi. Sambandið slitnaði stöðugt á báðum endum. Við hringdum í hvort annað í tuga skipta en gáfumst að lokum upp,“ segir María Rut í grein á Eyjunni í gær. „Þetta eru ekki stuttir vegkaflar sem um ræðir. Heldur er tíminn þar sem sambandsleysi varir á báða bóga líklega talinn í klukkutímum fremur en mínútum. Árið er 2025. Þetta er Ísland. Og þetta er enn staðan.“

Segir hún að mögulega séu íbúar orðnir of samdauna þessu ástandi. Þessi saga þekkist víða um land, á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og meira að segja á Kjalarnesinu.

Sjá einnig:

María Rut Kristinsdóttir skrifar:Steindautt samband

„Þessir dauðu blettir eru út um allt, og eru vegfarendum verulegur ami, að ekki sé minnst á að öryggi fólks er verulega ógnað. Hvað gerir manneskja ef bíll bilar seint að kvöldi og kannski tugir kílómetra í næsta símasamband,“ segir María Rut.

María Rut segir að sambandsleysi sé ekki einhver „landsbyggðarrómans“ heldur tæknimál, frelsismál, öryggismál og jafnréttismál.

„Því við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem það að fara út fyrir þéttbýlið þýðir að maður missir samband við umheiminn. Þegar þú getur ekki tekið símtal á milli byggðarlaga, þá ertu ekki frjáls til að starfa, miðla, vinna eða einfaldlega lifa lífinu á eigin forsendum,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Í gær

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Í gær

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“