fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Lýsa yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar – Ætla að greiða málskostnaðartryggingu unga öryrkjans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júní 2025 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls unga öryrkjans Jakubs Polkowski sem er að leita réttar síns gegn útgerðarfélaginu Sæstjörnunni, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu eftir að hús hans var selt nauðungarsölu árið 2023. Nauðungarsalan fór fram vegna þess að Jakub, sem átti húsið skuldlaust, hafði ekki staðið skil á opinberum gjöldum en ungi öryrkinn hefur borið því við að hafa ekki áttað sig á því að hann þyrfti að greiða slík gjöld. Húsið var selt Sæstjörnunni á uppboði fyrir aðeins 3 milljónir, en vanskil Jakubs námu aðeins 2,5 milljónum. Sæstjarnan hefur nú selt húsið fyrir 78 milljónir og græddi því 75 milljónir á sölunni á meðan Jakub sat eftir heimilislaus með sárt ennið.

Húsið hafði Jakup keypt fyrir bætur sem hann fékk vegna læknamistaka sem urðu til þess að hann hlaut heilaskaða og varanlega örorku aðeins 13 ára gamall. Hann hafði áður verið heilbrigður unglingur sem hafði áhuga á íþróttum en eftir mistökin þurfti hann að horfast í augu við að þurfa að notast við hjólastól út ævina.

Jakub hefur stefnt Sæstjörnunni, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu út af nauðungarsölunni og fer fram á greiðslu 58 milljóna króna. Sæstjarnan hefur farið fram á að Jakub leggi fram málskostnaðartryggingu í málin og bæði héraðsdómur og Landsréttur hafa fallist á að gera Jakub að greiða 1,1 milljón í málskostnaðartryggingu svo hann geti haldið máli sínu til streitu. Jakub óskaði eftir því að fá að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar en Hæstiréttur hefur hafnað kæruleyfisumsókn.

ÖBÍ lýsir „megnri óánægju og hneykslan“ með ákvörðun Hæstaréttar og ætlar að greiða málskostnaðartrygginguna svo Jakub geti leitað réttar síns.

„Málið allt er sorglegt dæmi um það hvernig íslenskt réttarkerfi gerir ekki ráð fyrir fötluðu fólki, gætir ekki að hagsmunum þess og veitir ekkert svigrúm til þess að fatlað fólk geti fengið úrlausn um réttindi sín. Málið sýnir fram á mikilvægi þess að lögfesta Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks svo að fatlað fólk eigi raunhæfa möguleika á þátttöku í íslensku samfélagi til jafns við aðra.

ÖBÍ réttindasamtök munu greiða málskostnaðartrygginguna fyrir hönd Jakubs. ÖBÍ styður málsókn Jakubs heils hugar.“

Sjá einnig:Útgerðarmaður græddi 75 milljónir á nauðungarsöluhneykslinu í Reykjanesbæ – Krefur nú unga öryrkjann um milljón

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi